Innlent

Ökumaður ölvaður

MYND/Haraldur

Vitni telja það mildi að ekki hlaust stór slys af, þegar ölvaður ökumaður missti stjórn á bíl sínum á Kringlumýrarbraut á níunda tímanum í gærkvöldi. Bíllinn lenti utan í vegriði á milli akbrautanna og braut það niður á að minnstakosti tuttugu metra kafla uns hann nam staðar, stór skemmdur. Ökumaður tók þá til fótanna, en lögreglumenn hlupu hann uppi. Kalla þurfti á slökkvilið til að hreinsa olíu og bensín úr bílnum, á vettvangi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×