Innlent

Fagna hugmynd forsætisráðherra

Sameiginlegur fundur stjórnar Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum og Atvinnuráðs sambandsins lýsir yfir áhyggjum sínum vegna þeirrar stöðu sem upp er komin vegna ákvörðunar bandaríkjastjórnar að draga úr starfsemi varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli.

Í ályktun segir að fundurinn telji brýnt að bregðast hratt við til að hægt verði að nýta þau fjölmörgu tækifæri sem felist í mannvirkjum og landssvæði sem áður hafi verið nýtt undir starfsemi varnarliðsins. Fundurinn fagnar þeirri hugmynd forsætisráðherra að skipuð verði samráðsnefnd ríkis og sveitarstjórnar á Suðurnesjum sem vinni að viðbrögðum við brotthvarfi flugsveita varnarliðsins.

Fundurinn leggur til að fyrir hönd sveitarfélaga á Suðurnesjum verði skipaðir bæjarstjórar Reykjanesbæjar, Sandgerðis og Garðs. Einnig leggur fundurinn til að skipuð verði sérstök landaskilanefnd sem vinni að yfirtökku eða yfirráðum Íslendinga á þeim mannvirkjum og landssvæðum sem Varnarliðið hefur haft til umráða og í þeirri nefnd verði einn fulltrúi frá hverri sveitarstjórn á Suðurnesjum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×