Innlent

Kemur til greina að segja upp varnarsamningnum

Forsætisráðherra segir vel geta komið til greina að segja varnarsamningi Íslands og Bandaríkjanna upp en að minnsta kosti þurfi að endurskoða hann. Þetta sagði hann á fundi í Stapanum í gærkvöldi. Forsætisráðherra sagði Jaap de Hoop Scheffer, framkvædastjóra Atlandshafsbandalagsins, telja nauðsynlegt að hafa viðbúnað á Íslandi.

Halldór sagði að de Hoop Scheffer hefði átt samtal við Georg Bush, Bandaríkjaforseta, og í því samtali hafi Bush sagt að Bandaríkjamenn myndu koma með tillögur um hvernig skyldi nútímavæða varnir Íslands. Að sögn Halldórs hefur staðið á slíkum tillögum og hafa íslensk stjórnvöld aldrei fengið neinar tillögur frá þeim og hafa atburðir síðustu daga dregið úr trausti milli þjóðanna.

Halldór sagði ennfremur að nú þegar Ísland yfirtekur starfsemina á Keflavíkurflugvelli og þyrlubjörgunarsveitina þá myndi Landhelgisgæslan gegna þar lykilhlutverki og hugsanlega myndi starfsemi hennar færast alfarið yfir til Keflavíkur.

Að lokum sagði Halldór að sýslumannsembættið á Keflavíkurflugvelli muni gegna lykilhlutverki í framtíðinni og að hugsanlega verði það embætti sameinað Landhelgisgæslunni eða samvinna þeirra aukin verulega.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×