Innlent

Heimili öldruðum sæmandi

Kópavogsbær og Hrafnistuheimilin hafa samið um byggingu hjúkrunarheimila fyrir aldraða sem byggja á þeirri hugmyndafræði að fólk haldi mannlegri reisn, þrátt fyrir háan aldur eða bága heilsu. Heimilisfólkið heldur tekjum sínum og greiðir sjálft hefðbundin útgjöld en hið opinbera fyrir hjúkrun og aðhlynningu.

Hlutfall aldraðra í íslensku samfélagi fer ört stækkandi, sérstaklega á höfuðborgarsvæðinu. Biðlistar eru langir eftir plássi á vistunar og hjúkrunarheimilum. Það er því ein helsta áskorun heilbrigðisyfirvalda að byggja öldruðum áhyggjuminna ævikvöld. Ástandið í Kópavogi hefur versnað á undanförnum árum. Öldruðum hefur fjölgað ört þar og eru nú um 11 prósent bæjarbúa. Bæjarstjórnin hefur nú blásið til sóknar í viðleitni til að bæta þetta ástand og hefur í samstarfi við Hrafnistuheimilind DAS ákveðið að byggja 3750 fermetra hjúkrunarheimili fyrir aldraða við boðaþing.

Hið nýja heimili mun byggja á nýrri hugmyndafræði sem hafnar þeim stofnanabrag sem einkennir flest vistunar og hjúkrunarheimili landsins en leggur þess í stað áherslu á mannlega reisn aldraðra. Til að mynda verður lögð áhersla á sjálfstæði íbúa og fjárræði þeirra. Íbúarnir við Boðaþing munu sjálfir sjá um að borga leigu og önnur útgjöld á meðan hið opinbera annast að greiða hjúkrun og aðhlynningu.

Bæjarstjóri Kópavogs vonast til að stjórnvöld muni hlaupa undir bagga til að mæta húsnæðis og hjúkrunarþörf aldraðra kópavogsbúa í framtíðinni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×