Innlent

Vinnsla hefst á ný í Breiðdalsvík

Séð ofan í frystihúsið daginn eftir brunann.
Séð ofan í frystihúsið daginn eftir brunann. MYND/Vilhelm Gunnarsson

Vinnsla hefst á ný á miðvikudag eða fimmtudag í frystihúsi Fossvíkur á Breiðdalsvík en það skemmdist töluvert í eldi fyrir rétt rúmri viku.

Að sögn Ríkharðs Jónssonar, framkvæmdastjóra Fossvíkur, verða störf jafnmörg eftir sem áður. Því geta Breiðdælingar varpað öndinni léttar því að frystihúsið er eini stóri vinnustaðurinn í bænum.

Ríkharður segir tjónið verða endurgreitt frá tryggingum að svo miklu leyti sem það húsið var tryggt en eldurinn kviknaði út frá rafmagnsleiðslum. Mildi þótti að ekki fór verr en raun var, því eldurinn var mikill og komu slökkviliðsmenn víða að af Austurlandi og börðust við eldinn í um átta tíma.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×