Innlent

Ekki bara eymd í Afríku

Það er til dæmis ekki oft sem birtast myndir af suður-afríska krikketliðinu í íslenskum fjölmiðlum. Það er ýmislegt sem gerist í Afríku...
Það er til dæmis ekki oft sem birtast myndir af suður-afríska krikketliðinu í íslenskum fjölmiðlum. Það er ýmislegt sem gerist í Afríku... MYND/AP

Homo, félag mannfræðinema, stendur nú fyrir fyrirlestraröð til að kynna heimsálfuna Afríku í allri sinni litadýrð og margbreytileika.

Erna María Jensdóttir, formaður félags mannfræðinema segir fyrirlestraröðina tilkomna vegna ranghugmynda margra Íslendinga um Afríku, - Íslendingum hættir til að sjá ekki nema stríðið og hungursneyðina þegar við lítum þarna suður eftir. Hún segir umfjöllun fjölmiðla ekki bæta úr skák, því sjaldan heyrist fréttir frá Afríku af öðru en eymd, stríðsrekstri og spillingu. Hún varar við að litið sé á Afríku sem eina heild, því ekki megi gleyma því að heimsálfan rúmi 50 lönd sem séu ólík innbyrðis.

Fyrirlestraröðinni er einnig ætlað að kynna nám við mannfræðideild. Þar læra menn ekki um óvenjulega menningarheima, heldur einmitt það að ekkert er venjulegt, því mannskepnan er ekki eins og fólk er flest.

Upplýsingar um dagskrána má finna á heimasíðu mannfræðiskorar undir heimasíðu Háskóla Íslands.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×