Innlent

Fjögurra bíla árekstur í Svínahrauni

Einn var fluttur á slysadeild með minniháttar áverka eftir fjögurra bíla árekstur í Svínahrauni í gærkvöldi. Tengivagn á bíl bilaði með þeim afleiðingum að fólksbíll sem kom á eftir fór út af þegar ökumaðurinn reyndi að stöðva bíl sinn og valt.

Fólk í öðru bílnum á vettvang stoppaði til að huga að þeim slösuðu en flutningabíll sem kom á eftir honum sá hins vegar bílana of seint og lenti aftan á þeim. Áreksturinn varð rétt fyrir ofan brekkuna hjá Litlu kaffistofunni en nokkur hálka var á svæðinu í gær.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×