Innlent

Landhelgisgæslan í lykilhlutverki

Atburðir síðustu daga hafa dregið úr trausti milli Íslendinga og Bandaríkjamanna að sögn Halldórs Ásgrímssonar, forsætisráðherra. Hann sagði að Atlantshafsbandalagið þyrfti að vinna að því með Íslendingum að endurskapa það traust og að það væri grundvallaratriði að Bandaríkjamenn gæfi ákveðin svör við því hvaða skref þeir sjá fyrir sér að tekin verði næst. Halldór sagði ennfremur að nú þegar Ísland yfirtekur starfsemina á Keflavíkurflugvelli og þyrlubjörgunarsveitina þá myndi Landhelgisgæslan gegna þar lykilhlutverki og hugsanlega myndi starfsemi hennar færast alfarið yfir til Keflavíkur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×