Innlent

Samstarf sem hljómar vel

FL Group og Sinfóníuhljómsveit Íslands hafa gert með sér samstarfssamning sem felur í sér að FL Group mun styrkja hljómsveitina um 40 milljónir íslenskra króna. Verða þær reiddar af hendi á næstu fjórum árum.

Samstarf sem hljómar vel sagði Sváfnir Sigurðarson, kynningarfulltrúi Sinfóníuhljómsveitarinnar um styrktarsamningsin sem undirritaður var í Þjómenningarhúsinu í dag að viðstöddum gestum - og Guðnýju Guðmundsdóttur og Sigrúnu Eðvaldsdóttur, konsertmeistara hljómsveitarinnar sem léku verk eftir Bach ásamt nokkrum strengjaleikurum Sinfóníuhljómsveitarinnar. Þeir Þröstur Ólafsson, framkvæmdastjóri Sinfóníuhljómsveitar Íslands og Hannes Smárason, forstjóri FL Group voru kampakátir með þann samhljóm félög þeirra hafa uppgvötað.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×