Innlent

Hæstiréttur myndi líklega snúa við niðurstöðu Baugsmálsins

MYND/GVA

Hæstiréttur mun líklega snúa við niðurstöðu Héraðsdóms í Baugsmálinu, ef málinu verður áfrýjað. Þetta segir dósent við lagadeild Háskólans í Reykjavík.

Hádegisfundur þar sem dómur Héraðsdóms í Baugsmálinu var til umfjöllunar var haldinn í HR í dag. Áslaug Björgvinsdóttir, dósent við lagadeild skólans, og Stefán Svavarsson, dósent við viðskiptadeild, héldu framsögu og það mátti sjá kunnugleg andlit á meðal áheyrenda, til að mynda ríkislögreglustjóra, settan saksóknara í Baugsmálinu og verjanda eins sakborninga.

Eins og kunnugt er voru sakborningar í málinu sýknaðir. Bæði Áslaug og Stefán höfðu nokkuð við dóm Héraðsdóms að athuga. Í máli Áslaugar kom meðal annars fram að ef málinu verður áfrýjað telur hún að Hæstiréttur muni komast að annarri niðurstöðu. Miðað við hvernig hugtakið „lán" sé skilgreint í 43. grein ársreikningalaga, og hvernig hugtakið „viðskiptalán" sé skilgreint samkvæmt hlutafélagalögum, séu forsendur dómsins með þeim hætti að þær séu mjög umdeilanlegar og samræmist a.m.k. ekki tilgangi ákvæðanna, að sögn Áslaugar. Hún telur verulegar líkur á rétturinn kæmist að annarri niðurstöðu um túlkun þessara ákvæða. „Því tel ég mjög mikilvægt að Hæstiréttur fái tækifæri til að taka afstöðu til málsins," segir Áslaug.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×