Innlent

Intrum innheimtir fyrir Borgarbókasafnið

MYND/Haraldur Jónasson

Borgarbókasafn Reykjavíkur hefur samið við innheimtufyrirtækið Intrum um að hafa uppi á þeim sem láta undir höfuð leggjast að skila bókasafnsbókum. Bókasafnsbækur má hafa að láni í mánuð en tíu króna dagsektir bætast ofan á ef farið er fram yfir þann tíma.

Frá og með næstu mánaðarmótum breytist þetta og þeir sem ekki hlýða kalli Borgarbókasafnsins fá innheimtubréf frá Intrum Justitia. Borgarbókasafnið á nú útistandandi kröfur upp á um 20 milljónir króna.

Áður en samningurinn við Intrum tekur gildi gefst bókaslóðum kostur á að gera hreint fyri sínum dyrum og skila bókum sem komnar eru framyfir skiladag án þess að borga sekt. En síðasti dagur til þess er á morgun.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×