Innlent

Áfengi í vörslu lögreglu

Allt áfengi af barnum á veitingahúsinu Kaffi Láru á Seyðisfirði, hefur verið í vörslu lögreglu síðan á föstudagskvöld og vistað í læstum fangaklefa, að fyrirmælum sýslumanns.

Kaffi Lára er eini pöbbinn á Seyðisfirði og vínið þaðan er orðið leiksoppur í ágreiningi sýslumanns og bæjaryfirvalda um það, hver megi úthluta Kaffi Láru vínveitingaleyfi. Það hafa bæjaryfirvöld gert , en sýlsumaður virðir þá útgáfu að vettugi.

Fram kemur í Morgunblaðinu að bæjaryfirvöld undirbúi nú breytingu á lögreglusamþykkt bæjarins til að taka af öll tvímæli í málinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×