Innlent

Fá ekki linsur til að víkka sjónsvið barna án augasteina

Ríkið tímir ekki örfáum milljónum á ári, sem gætu skipt sköpum fyrir börn sem skortir augasteina. Hálft stöðugildi og þrjár milljónir króna í stofnkostnað er allt sem þarf til að frelsa um þrjátíu augasteinslausa einstaklinga hér á landi. Íslenska ríkið hefur ekki treyst sér til þess að veita þeim sambærilega þjónustu við þá, sem er annarsstaðar á Norðurlöndunum.

Í fréttaskýringaþættinum Kompási í gær var rifjuð upp aðgerð sem þriggja mánaða blindur drengur gekkst undir fyrir nærri níu árum en gallaður augasteinar hans voru þá fjarlægðir. Áhorfendur sáu þegar hann viku síðar fékk sérsmíðuð gleraugu en með þeim gat hann séð. Drengurinn er í dag orðinn fluglæs og gengur að flestu leyti vel í skólanum.

Líf hans er þó háð nokkrum takmörkunum. Gleraugun, sem gegna hlutverki augasteina, takmarka sjónsvið hans það mikið að hann getur ekki tekið fullan þátt í útileikjum barnanna, hann hjólar ekki, á erfitt með sund og stundar ekki fótbolta með honum krökkunum. Á hinum Norðurlöndunum býðst börnum í hans stöðu að fá linsur en Kristín Gunnarsdóttir sjóntækjafræðingur á Sjónstöð Íslands hvetur til þess að slík þjónusta verði einnig boðin hérlendis. Hún hafi séð hvernig linsur frelsuðu börnin.

Alls eru 33 einstaklingar skráðir hjá Sjónstöð Íslands sem gætu hugsanlega haft hag af því að fá slíkar linsur í stað gleraugna. Þar af eru ellefu börn. Fjárskortur hamlar því að unnt sé að bæta líf þeirra með þessum hætti.

Kristín Gunnarsdóttir sjóntækjafræðingur segir það ergilegt að liðin séu tuttugu ár frá því að önnur börn á Norðurlöndunum fóru að fá linsur, á meðan íslenskum börnum bjóðist enn aðeins þykk gleraugu, sem takmarki hreyfigetu þeirra.

 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×