Innlent

Faldi fíkniefni undir mælaborði bíls

Þrjú kíló af hassi go tæplega fjörtíu og sjö grömm af kókaíni fundust við tollaeftirlit við komu Norrænu til Seyðisfjarðar þan sjöunda þessa mánaðar. Fíkniefnin voru falin í rörbúti innundir mælaborði bíls og í tveimur slökkvitækjum. Ökumaðurinn, sem er pólskur, kom í ferjuna í danmörku og hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til 22. mars næstkomandi. Hann hefur neitað sök en framburður hans hefur verið ótrúverðugur að sögn lögreglu og er nú rannsakað hvort maðurinn eigi samstarfsaðila hérlendis. Við leitina í Norrænu nutu tollverðis aðstoðar fíkniefnahunds og lögreglunnar frá Eskifirði og Egilsstöðum,




Fleiri fréttir

Sjá meira


×