Alcoa segist ekki framleiða hergögn 20. mars 2006 18:16 Alcoa hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna orða Andra Snæs Magnasonar í fréttum NFS í gærkvöld. Þar hafna forsvarsmenn fyrirtækisins því að það sé í hergagnaframleiðslu en viðurkenna að þeir framleiði einstaka hluti úr áli sem notaðir séu við smíði Tomahawk-flugskeyta. Ályktunin er svohljóðandi: „Vegna ranghermis og ósanninda Andra Snæs Magnasonar rithöfundar í fréttaviðtali á NFS sunnudaginn 19. mars sl. vill Alcoa Fjarðaál taka fram eftirfarandi: Alcoa er leiðandi álframleiðandi í heiminum. Ál frá Alcoa er notað til framleiðslu á ótal hlutum til notkunar í daglegu lífi, stórra sem smárra. Þar má nefna álpappír til heimilisnota, lyfjaumbúðir, gosdósir, alls kyns tæki til byggingaiðnaðar, íhluti í bifreiðar, heimilistæki og fleira. Álhlutir frá Alcoa eru einnig notaðir af öðrum við framleiðslu nánast allra farartækja í veröldinni, svo sem ferja, flutninga- og fjölskyldubíla, flugvéla, geimflauga og til hergagnaframleiðslu, m.a. í Bandaríkjunum, Rússlandi og í V-Evrópu. Alcoa framleiðir t.d. íhluti í bifreiðar fyrir Ford og Ferrari, en er samt ekki bifreiðaframleiðandi. Alcoa framleiðir einstaka hluti úr áli sem m.a. eru notaðir við smíði á Tomahawk flugskeytinu, sbr. frétt um það frá 1. desember 2005 á vefsíðu fyrirtækisins, www.alcoa.com. Andri Snær heldur því m.a. fram í fyrrnefndu viðtali á NFS að Alcoa „...framleiði til dæmis Tomahawk eldflaugarnar, Bradley skriðdreka sem eru svona allra ljótustu djöflarnir sem við sjáum í Íraksmyndunum. Við erum hluti af mjög stóru og grimmu samhengi sem að mörgum gæti brugðið við að lesa um." Þetta er rangt. Alcoa rekur mjög meðvitaða stefnu um upplýsingagjöf. Fyrirtækið hefur ekkert að fela. Það greinir reglubundið frá einstökum atriðum fjölþættrar starfsemi í fréttatilkynningum, hvort heldur það eru samningar við framleiðendur bifreiða, flugvéla eða hergagna eða annað.Með sömu rökum og Andri Snær hefur notað má halda því fram að allir þeir framleiðendur plasts, stáls, gúmmís, hjólbarða, véla og vélahluta, sem selja vörur sínar til vopnaframleiðslu séu þar með vopnaframleiðendur. Slíkt er fjarstæðukennt." Fréttir Innlent Mest lesið Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Innlent Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Fleiri fréttir Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Sjá meira
Alcoa hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna orða Andra Snæs Magnasonar í fréttum NFS í gærkvöld. Þar hafna forsvarsmenn fyrirtækisins því að það sé í hergagnaframleiðslu en viðurkenna að þeir framleiði einstaka hluti úr áli sem notaðir séu við smíði Tomahawk-flugskeyta. Ályktunin er svohljóðandi: „Vegna ranghermis og ósanninda Andra Snæs Magnasonar rithöfundar í fréttaviðtali á NFS sunnudaginn 19. mars sl. vill Alcoa Fjarðaál taka fram eftirfarandi: Alcoa er leiðandi álframleiðandi í heiminum. Ál frá Alcoa er notað til framleiðslu á ótal hlutum til notkunar í daglegu lífi, stórra sem smárra. Þar má nefna álpappír til heimilisnota, lyfjaumbúðir, gosdósir, alls kyns tæki til byggingaiðnaðar, íhluti í bifreiðar, heimilistæki og fleira. Álhlutir frá Alcoa eru einnig notaðir af öðrum við framleiðslu nánast allra farartækja í veröldinni, svo sem ferja, flutninga- og fjölskyldubíla, flugvéla, geimflauga og til hergagnaframleiðslu, m.a. í Bandaríkjunum, Rússlandi og í V-Evrópu. Alcoa framleiðir t.d. íhluti í bifreiðar fyrir Ford og Ferrari, en er samt ekki bifreiðaframleiðandi. Alcoa framleiðir einstaka hluti úr áli sem m.a. eru notaðir við smíði á Tomahawk flugskeytinu, sbr. frétt um það frá 1. desember 2005 á vefsíðu fyrirtækisins, www.alcoa.com. Andri Snær heldur því m.a. fram í fyrrnefndu viðtali á NFS að Alcoa „...framleiði til dæmis Tomahawk eldflaugarnar, Bradley skriðdreka sem eru svona allra ljótustu djöflarnir sem við sjáum í Íraksmyndunum. Við erum hluti af mjög stóru og grimmu samhengi sem að mörgum gæti brugðið við að lesa um." Þetta er rangt. Alcoa rekur mjög meðvitaða stefnu um upplýsingagjöf. Fyrirtækið hefur ekkert að fela. Það greinir reglubundið frá einstökum atriðum fjölþættrar starfsemi í fréttatilkynningum, hvort heldur það eru samningar við framleiðendur bifreiða, flugvéla eða hergagna eða annað.Með sömu rökum og Andri Snær hefur notað má halda því fram að allir þeir framleiðendur plasts, stáls, gúmmís, hjólbarða, véla og vélahluta, sem selja vörur sínar til vopnaframleiðslu séu þar með vopnaframleiðendur. Slíkt er fjarstæðukennt."
Fréttir Innlent Mest lesið Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Innlent Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Fleiri fréttir Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Sjá meira