Innlent

BSRB greiðir leigu fyrir aðstöðu nemenda í fötlunarfræðum hjá Sjónarhóli

Frá undirritun samningsins í dag
Frá undirritun samningsins í dag MYND/BSRB

Fulltrúar Sjónarhóls, BSRB og félagsvísindadeildar H.Í.undirrrituðu í dag samning um að BSRB greiði leigu í eitt ár fyrir aðstöðu hjá ráðgjafarmiðstöðinni Sjónarhóli sem ætluð er nemendum í rannsóknarnámi við Háskóla Íslands á sviði fötlunar. Viðstödd undirritunina í húsakynnum Sjónarhóls að Háaleitisbraut 13 voru Rannveig Traustadóttir prófessor, Ólafur Þ. Harðarson deildarforseti félagsvísindadeildar, Þorgerður Ragnarsdóttir framkvæmdastjóri Sjónarhóls, Ögmundur Jónasson formaður BSRB og Hrefna Haraldsdóttir fjölskylduráðgjafi.

Sjónarhóll er ráðgjafarmiðstöð fyrir fjölskyldur barna með sérþarfir. Að starfseminni standa ADHD samtökin, Landssamtökin Þroskahjálp, Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra og Umhyggja, félag til stuðnings langveikum börnum. Félögin og samtökin sem að Sjónarhóli standa vinna öll að réttindamálum fjölskyldna barna með sérþarfir hvert á sínu sviði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×