Innlent

Héraðsdómur hafnaði frávísunarkröfu í Baugsmáli

MYND/Hari

Héraðsdómur Reykjavíkur hafnaði kröfu sakborninga í Baugsmálinu um að ákæruliðirnir átta, sem enn eru fyrir héraðsdómi, verði látnir niður falla. Þegar hefur verið ákveðið að kæra niðurstöðuna til Hæstaréttar.

Verjendur kröfðust þess að málið yrði látið niður falla þar sem þrívegis hefði verið um að ræða útivist í þinghaldi hjá Sigurði Tómasi Magnússyni. settum ríkissaksóknara. Sá annmarki er hinsvegar ekki lengur til staðar samkvæmt úrskurðinum þar sem ríkissaksóknari hafi ótvírætt vikið sæti í þeim hluta málsins sem var fyrir dómi. Þá vísuðu verjendur til vanhæfis Björns Bjarnason dómsmálaráðherra til að skipa Sigurð Tómas sem saksóknara vegna opinberra ummæla hans um sakborninga og Baug. Um þetta atriði segir meðal annars í úrskurðinum að hinn setti saksóknari sé sjálfstæður að lögum og lúti ekki boðvaldi ákærða.

Verjendur töldu ennfremur að þar sem ríkislögreglustjóri hefðu gefið út ákæru, ætti hann að sækja málið í héraði. Samkvæmt úrskurðinum hefur ríkislögreglustjóri hinsvegar ekki sjálfstætt ákæruvald, heldur fari með það undir yfirstjórn og eftirliti Ríkissaksóknara sem geti á öllum stigum málsins mælt fyrir um meðferð ákæruvaldsins. Öllum kröfum verjendanna var þar með hafnað í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×