Innlent

Fleiri fíkniefnamál en í fyrra

MYND/Vísir

Fjöldi skráðra mála hjá svonefndri götudeild fíkniefnadeildar Lögreglunnar í Reykjavík það sem af er árinu fór yfir 200 í vikunni samanborið við 150 mál allt árið í fyrra og talsvert færri árið þar áður. Þá var lagt hald á mun meira af fíkniefnum en í fyrra, en um er að ræða efni sem komist hafa í gegn um tollleit og eru komin í smásölu á götunni. Deildin var stofnuð til reynslu fyrir fjórum árum og hefur stöðugt sótt í sig veðrið síðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×