Innlent

Eins mánaðar gömlu barni bjargað úr eldsvoða í NY

Eins mánaðar gamalt barn bjargaðist með undraverðum hætti í New York í gær þegar eldur kom upp í íbúð í Bronx-hverfinu. Á öryggismyndbandi sést hvernig móðir barnsins lét það falla út um glugga á alelda íbúðinni. Karlmaður sem var fyrir neðan greip barnið. Hann segist ekki hafa gert sér grein fyrir því að konan væri með barn í höndunum. Barnið var svart af reyk og andaði ekki þegar maðurinn greip það, en hann beitti blástursaðferðinni og þá fór það að draga andann. Slökkviliðsmönnum tókst að bjarga konunni. Móður og barni líður vel.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×