Innlent

Indriði H. Þorláksson sýknaður af meiðyrðum

Hæstiréttur sýknaði í dag Indriða H. Þorláksson af meiðyrðakröfu danska skattasérfræðingsins Edward G. Shelton. Shelton krafðist þess að ummæli sem Indriði birti í Morgunblaðinu í desember 2003 yrðu dæmd dauð og ómerk.

Orðrétt ummæli Indriða sögðu nafngreindan mann hafa skrifað grein ásamt "þekktum dönskum sérfræðingi í skattasniðgöngumálum", þar sem beinlínis hafi verið gefnar leiðbeiningar og lagt á ráðin hvernig færa mætti fé skattfrjálst úr landi.

Shelton sagði ljóst vera að með þessum ummælum væri átt við sig. En Hæstirétur komst að þeirri niðurstöðu að væri litið til ummælanna og þau metin í ljósi þess, sem fram kom í greininni í heild, fælist ekki í þeim refsiverð ærumeiðing samkvæmt 234. eða 235. gr. almennra hegningarlaga. Var Indriði því sýknaður af kröfum Sheltons.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×