Innlent

Neitar að hafa ætlað að dreifa efninu

MYND/Páll

Maðurinn, sem var handtekinn í vikunni eftir að hátt í tvö hundruð kannabisplöntur og nokkur kíló af fíkniefnum úr þess háttar plöntum fundust í vörslu hans, neitar að hafa ætlað að dreifa efninu og selja það. Hæstiréttur staðfesti í gær gæsluvarðhaldsúrskurð yfir honum fram til tuttugasta desember en maðurinn hafði kært úrskurð héraðsdóms. Eftir því sem fréttastofan kemst næst hefur enginn annar verið handtekinn vegna málsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×