Innlent

Hæstiréttur vísaði sýknudómi vegna kynferðisbrota aftur til Héraðsdóms

Hæstiréttur vísaði sýknudómi Héraðsdóms Norðurlands vestra aftur heim í hérað. Maðurinn hafði verið sýknaður af kynferðisbrotum gegn systurdóttur sinni. Meint brot áttu sér stað í ágúst 2003 þegar telpan var tíu ára gömul og bar stúlkan fyrir héraðsdómi að maðurinn hefði þreifað á rassi sínum og kynfærum. Málinu var vísað aftur heim í hérað til frekari meðferðar og dómsálagningar að nýju.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×