Innlent

Dæmdur í níutíu daga fangelsi fyrir vörslu barnakláms

Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi tæplega fertugan karlmann í 90 daga skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa barnaklám í fórum sínum. Í tölvu mannsins fundust rúmlega þrjú hundruð ljósmyndir og sautján stuttar hreyfimyndir sem sýndu börn á kynferðislegan eða klámfenginn hátt. Lögreglan fann myndirnar eftir að maðurinn fór með tölvuna í viðgerð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×