Innlent

Holræsagjald borgarbúa lækkar á næsta ári

MYND/Róbert

Orkuveita Reykjavíkur tekur við rekstri fráveitna fjögurra sveitarfélaga um áramótin. Samningar um þetta voru undirritaðir í húsakynnum Orkuveitunnar í dag. Sveitarfélögin sem um ræðir eru Reykjavík, Akranes, Borgarbyggð og Borgarfjarðarsveit, en þau eru öll eigendur Orkuveitu Reykjavíkur. Alfreð Þorsteinsson, stjórnarformaður fyrirtækisins, segir að rekstur fráveitu sé sambærilegur og annarra veita og þessi nýja starfsemi nýti því innviði Orkuveitunnar. Og hann vill meina að þetta sé mikið og merkt framfaraskref fyrir fyrirtækið.

Borgarbúar munu njóta góðs af þessum nýja rekstri Orkuveitunnar því holræsagjaldið mun lækka um 10% á næsta ári vegna þess að gerð er ákveðin hagræðingarkrafa til fyrirtækisins. Íbúar hinna sveitarfélaganna munu einnig njóta góðs af þessu í framtíðinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×