Innlent

Samruninn út um þúfur

Ekkert verður af fyrirhuguðum samruna verktakafyrirtækjanna RIS ehf. og Keflavíkurverktaka. Stjórnir félaganna hafa um nokkurt skeið unnið að samrunanum, en hafa nú fallið frá honum eftir að hafa gaumgæft kosti og galla. Sameinuð hefðu félögin orðið að þriðja stærsta verktakafyrirtæki landsins, en stjórnarmenn komust að þeirri niðurstöðu að sameiningin hefði ekki leitt til þeirrar hagræðingar sem að var stefnt og var því ákveðið að falla frá henni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×