Innlent

Íslendingar fá að veiða 17,6% af kolmunastofninum

MYND/Eiríkur

Íslendingar fá að veiða 17,6 prósent af kolmunastofninum í Norður-Atlantshafi samkvæmt samkomulagi sem undirritað var á strandríkjafundi Íslendinga, Færeyinga, Norðmanna og fulltrúa Evrópusambandsins í Ósló í morgun. Evrópusambandið fær að veiða mest, eða 30,5 prósent, Færeyingar fá 26 prósent og Norðmenn 25 prósent. Gert er ráð fyrir að leyfilegur heildarafli verði tvær milljónir tonna árið 2006 og koma 352.600 tonn í hlut Íslendinga.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×