Innlent

Pakkajól fara vel af stað

MYND/Hari

Í dag var fulltrúum Mæðrastyrksnefndar Reykjavíkur og Hjálparstarfs Kirkjunnar afhentir fyrstu pakkarnir sem safnast hafa saman undir jólatrénu í Kringlunni. Jólapakkarnir eru til handa þeim sem þurfa á aðstoð að halda um jólin og er hægt að merkja pakkana með aldri og kyni þess barns sem pakkinn höfðar til. Síðasti dagurinn sem tekið er á móti pökkum í Kringlunni er miðvikudagurinn, 21. desember. Það eru Kringlan, Bylgjan og Íslandspóstur sem standa að þessi árlegu pakkasöfnun.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×