Innlent

Aukin fríverslun með landbúnaðarvörur gagnast einnig þróunarlöndunum

MYND/Stefán Karlsson

Tryggvi Þór Herbertsson, forstöðumaður Hagfræðisofnunar HÍ, segir að afnemi Íslendingar innflutningshöft á landbúnaðarvörum lækki það matvælaverð umtalsvert. Þá segir Tryggvi að gangi Íslendingar úr hinum íhaldssama G10 hópi innan Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar, myndu þeir styðja enn frekari fríverslun með landbúnaðarvörur. Slíkt myndi ekki bara gagnast íslenskum neytendum heldur einnig þróunarlöndunum.

Þótt ljóst sé að matvælaverð sé mjög hátt á Íslandi ber að hafa í huga að matvælaverð er hæst í þeim löndum sem eru hvað ríkust og var launavísitala ekki reiknuð með í norrænu skýrslunni sem Samkeppniseftirlitið birti í gær.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×