Innlent

Auglýsingarskilti Björgunarsveitar Hafnarfjarðar falið með öðru auglýsingarskilti

Félögum í björgunarsveit Hafnarfjarðar brá heldur betur í brún í morgun þegar þeir sáu að auglýsingarskilti Krónunnar hafði verið lagt yfir auglýsingaskilti þeirra á hringtorgi í Hafnarfirði. Héldu sumir að þarna væri á ferð harðsvífin samkeppni en bæði auglýsingaskiltin auglýstu sölu jólatrjáa. Skilti Krónunnar skyggði hins vegar alveg á aðra hlið auglýsingarskiltis Björgunarsveitarinnar. Egill Pálsson, verslunarstjóri Krónunnar í Hafnarfirði, sagði að líklega væri um hrekk að ræða og starfsmenn Krónunnar hefðu hvergi komið þarna nærri. Hann sagði að starfsmenn Krónunnar myndu sjá um að færa skiltið á sinn stað sem og þeir gerðu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×