Innlent

Norðurlöndin standa saman að framleiðslu bóluefnis

MYND/NFS

Heilbrigðisráðherrar Norðurlanda náðu sátt um það rétt fyrir hádegi að Norðurlöndin muni standa saman að framleiðslu bóluefnis gegn fuglaflensu. Um tvær leiðir er að ræða en það á eftir að ákveða hvor leiðin verður farin: annars vegar er um að ræða samning við einkaaðila með opinberri þátttöku, en hins vegar að danska sóttvarnarstofnunin hefði yfirumsjón með verkefninu. Jón Kristjánsson heilbrigðisráðherra sagði í samtali við NFS að hann hafi orðið fyrir vonbrigðum með að ekki skuli hafa verið gengið frá málinu á fundinum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×