Innlent

Norrænir ráðherrar hittast á morgun og ræða viðbrögð við fuglaflensufaraldri

Frá Kaupmannahöfn
Frá Kaupmannahöfn MYND/Pjetur

Á morgun, föstudag, munu norrænu heilbrigðisráðherrarnir funda í Kaupmannahöfn til að móta norræna stefnu um hvernig bregðast skuli við ef fuglaflensufaraldur brýst út. Óformlegur fréttamannafundur verður haldinn á hádegi áHotel Hilton við Kastrup flugvöll.Síðastliðinn þriðjudag tilkynnti Morgan Johansson heilbrigðisráðherra Svíþjóðar að ákveðið hefði verið að taka upp samstarf við einkalyfjafyrirtæki um byggingu nýrrar lyfjaverksmiðju í Svíþjóð.

"Þetta vissi ég ekkert um og það kemur mér mjög á óvart" sagði Løkke Rasmussen heilbrigðisráðherra Danmerkur, og vísar þar með til þess að Norðurlöndin ákváðu fyrr á þessu ári að skoða sameiginlegar lausnir í þessu máli.

Norrænu forsætisráðherrarnir staðfestu þessa ákvörðun í Reykjavík s íðstliðið haust og síðan hefur vinnuhópur unnið að málinu. Það kemur að sjálfsögðu á óvart, svo ekki sé meira sagt, að Svíar vinni allt í einu að sinni eigin lausn", er haft eftir danska heilbrigðisráðherranum.

Morgan Johansson heilbrigðisráðherra Svíþjóðar vísar gagnrýni Dana á bug. „Það ætti frekar að líta á tillögu okkar sem tilboð um að við séum tilbúnir að vinna að samstarfi einkaaðila og hins opinbera að lausn málsins. Ég vona að önnur norræn ríki taki þessari tillögu vel", segir Morgan Johansson í viðtali við dagblaðið Dagens Nyheter.

Hann segir að Svíar muni þó hefja lyfjaframleiðsluna hver sem viðbrögð annarra ríkja verði. Jákvæð viðbrögð hafi þegar borist bæði frá Íslandi og Finnlandi. Viðræður eru líka hafnar við stjórnvöld í Litháen.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×