Innlent

Á valdi íslenskra stjórnvalda að lækka vöruverð

Það er algjörlega á valdi íslenskra stjórnvalda að lækka verð á matvælum með því að afnema innflutningshöft og draga úr ofurskattlagningu matvæla. Þetta segir forstjóri Haga, þess fyrirtækis sem ræður 47 prósentum af matvörumarkaðnum hérlendis.

Hæsta matvælaverð í Vestur-Evrópu er á Íslandi, samkvæmt norrænni skýrslu sem birt var í gær. Langstærsta fyrirtæki á matvörumarkaði hérlendis eru Hagar hf, en undir starfsemi þess heyra verslanir Bónuss, Hagkaupa og Tíu-ellefu. Forstjóri Haga kveðst mjög ánægður með skýrsluna, enda sé hún í samræmi við það sem talsmenn fyrirtækisins hafi lengi haldið fram, að búvörur valdi mjög háu matvælaverði hérlendis og að markaðsaðstæður hérlendis séu ekki ósvipaðar því sem gerist í nágrannalöndum. Finnur Árnason, forstjóri Haga, sagði að ef ekki væru ofturtollar á ostum gæti hann boðið franskan Camenbert á innan við hundrað krónur. Í staðinn þurfa neytendur að greiða næstu 300 krónur fyrir íslenskan.

Kjúklingabringurnar eru annað dæmi og þar sem þær eru ekki ofurtollaðar eru þær ódýrari.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×