Fleiri fréttir Sérhæfð í málefnum innflytjenda Landsbanki Íslands og Alþjóðahúsið hafa gert með sér samstarfssamning um menntun starfsfólks bankans í málefnum innflytjenda á Íslandi. Tólf starfsmenn úr jafnmörgum útibúum Landsbankans, víðsvegar að af landinu sitja þessa dagana á námskeiði og sérhæfa sig í málefnum innflytjenda. 18.11.2004 00:01 Dæmdur fyrir umboðssvik Jón Ragnarsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri og stjórnarformaður Lykilhótela, var í Héraðsdómi Reykjavíkur, dæmdur í fjögurra mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir umboðssvik. En hann tók 37 milljóna króna lán í nafni félagsins hjá Framkvæmdasjóði Íslands. 18.11.2004 00:01 Krefst afsökunar vegna auglýsingar Friðbjörn Möller, faðir grunnskólabarna á Akureyri, krefst þess að kennarar við Brekkuskóla biðjist formlega afsökunar á auglýsingu sem þeir settu í Dagskrána, rits sem dreift er í hús. Auglýsingin ber yfirskriftina Andlátsfregn, en í henni er gefið í skyn að með lagasetningu á verkfall kennara hafi skólastefna, ánægðir kennarar og góður skóli beðið bana. 18.11.2004 00:01 600 milljóna tekjuaukning Jóhanna Sigurðardóttir alþingismaður telur að tekjur ríkisins af virðisaukaskatti á eldsneyti hafi aukist um um það bil sexhundruð milljónir vegna ólögmæts samráðs olíufélaganna. Nauðsynlegt sé að framkvæmd verði úttekt á því hvað mikið af því sem hún kallar ránsfeng olíufélaganna rann í ríkissjóð. 18.11.2004 00:01 Flutti inn fíkniefni í vösunum Tæplega fertugur maður hefur verið ákærður fyrir innflutning á tæpu kílói af kókaíni og tæpu kílói af amfetamíni. Hann var handtekinn á Keflavíkurflugvelli þegar hann var að koma hingað til lands í maí. 18.11.2004 00:01 Stakk mann fjórum sinnum Tveir menn, nítján og tuttugu ára, hafa verið ákærðir, annar fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás, fyrir framan Broadway í Ármúla í september í fyrra. Annar mannanna stakk þolandann fjórum sinnum með hnífi víðs vegar um líkamann. Aðalmeðferð í málinu var í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. 18.11.2004 00:01 Verðið var lækkað segir Hjörleifur Hjörleifur Jakobsson, forstjóri Olíufélagsins, segir það rangt að Esso standi ekki við áður gefin fyrirheit um að láta útsöluverð á bensíni hérlendis fylgja verðþróun í heiminum. Félagið hafi þannig lækkað verð sl. fimmtudag. 18.11.2004 00:01 Mestur hagvöxtur á Íslandi Mestum hagvexti á Norðurlöndunum er spáð á Íslandi næsta ár samkvæmt nýútkominni skýrslu norrænu efnahagsnefndarinnar. Nefndin spáir 5,5 prósenta hagvexti hér á landi á þessu ári og 4,9 prósenta hagvexti árið 2005. Heldur minni hagvexti er spáð á hinum Norðurlöndunum. 18.11.2004 00:01 Ráðinn í forsætisráðuneytið Steingrímur Ólafsson hefur verið ráðinn upplýsingafulltrúi í forsætisráðuneytinu. Steingrímur nam fjölmiðlafræði við blaðamannaháskólann í Osló og hefur starfað um árabil við blaða- og fréttamennsku. Hann hefur að undanförnu starfað sem kynningarstjóri Fróða. 18.11.2004 00:01 Steingrímur í forsætisráðuneytið Steingrímur Sævarr Ólafsson hefur verið ráðinn upplýsingafulltrúi í forsætisráðuneytinu. Starfið er nýtt og undir það fellur meðal annars umsjón með heimasíðu ráðuneytisins, upplýsingagjöf af ýmsu tagi og afgreiðsla fyrirspurna og skýrslubeiðna. 18.11.2004 00:01 Lítið traust á leiðtogum Tveir af hverjum þremur Íslendingum telja að stjórnmálaleiðtogar láti undan þrýstingi þeirra sem hafa meiri völd en þeir sjálfir og góður meirihluti landsmanna telur að viðskiptaleiðtogar hafi of mikil völd og ábyrgð. Næstum þrír af hverjum tíu telja íslenska viðskiptaleiðtoga óheiðarlega og tveir af hverjum tíu segja það sama um stjórnmálaleiðtoga. 18.11.2004 00:01 Ónýt eftir nauðhemlun Gríðarlegur hvellur varð til þess að flugmenn á breiðþotu Atlanta-flugfélagsins hættu við flugtak í Sameinuðu arabísku furstadæmunum, á dögunum. Mikinn reyk lagði frá vélinni þegar flugmennirnir nauðhemluðu og beygðu svo út af flugbrautinni. 18.11.2004 00:01 Samræmdum prófum frestað Menntamálaráðherra hefur ákveðið að samræmdum prófum í fjórða og sjöunda bekk verði frestað fram í febrúarbyrjun vegna verkfallsins. 18.11.2004 00:01 BHM harmar lagasetninguna Bandalag háskólamanna harmar að Alþingi hafi bundið enda á verkfall grunnskólakennara með lagasetningu. 18.11.2004 00:01 Uppsagnir á Ólafsfirði Stjórnendur sveitarfélaganna leita ráða dyrum og dyngjum til að mæta 30 prósenta kostnaðarauka sem samningur kennara hefur í för með sér. Víða verður niðurskurður í þjónustu. Á Ólafsfirði verða uppsagnir starfsmanna. </font /></b /> 18.11.2004 00:01 Ráðherra sagður sniðganga þing Kolbrún Halldórsdóttir, vinstri-grænum gagnrýndi menntamálaráðherra harkalega á Alþingi í gær fyrir að hafa átt hlut að stofnun Íþróttaakademíu í Reykjanesbæ án þess að hafa svo mikið sem kynnt málið á þingi 18.11.2004 00:01 Varaformaður veldur írafári Sjálfstæðismaðurinn Einar Oddur Kristjánsson, varaformaður fjárlaganefndar, olli talsverðu írafári á Alþingi í gær þegar hann lýsti því yfir að nýundirritaðir samningar kennarasambandsins og sveitarfélaganna væru skelfilegir, eins og hann orðaði það. 18.11.2004 00:01 Skelfileg mistök? Sveitarstjórnarmenn hafa gert skelfileg mistök með samningum sínum við kennara, segir Einar Oddur Kristjánsson varaformaður fjárlaganefndar Alþingis. Ríkisstjórnin hafi verið búin að draga þá í land með því að setja deiluna í gerðardóm en þeir hafi sjálfviljugir kosið að fara sér að voða. 18.11.2004 00:01 Kosið um sameiningu á morgun Kosið verður um sameiningu hreppanna sunnan Skarðsheiðar á morgun. Það verður í fyrsta sinn sem íbúum sveitarfélaganna gefst kostur á að kjósa um sameininguna en sameiningarviðræður hafa verið uppi á borðinu í um það bil fimmtán ár. 18.11.2004 00:01 Hafnir við Faxaflóa sameinaðar Fjórar hafnir á Faxaflóasvæðinu hafa verið sameinaðar í einu sameignarfélagi, Faxaflóahafnir. Samningur um þetta var undirritaður í gær. 18.11.2004 00:01 Mótmæli ítrekuð á Seltjarnarnesi Áhugahópur um betri byggð á Seltjarnarnesi hefur mótmælt samþykkt meirihluta bæjarstjórnar Seltjarnarness um breytingu á aðalskipulagi bæjarins. Telur hópurinn að hún gangi þvert gegn vilja 1.100 Seltirninga sem mótmæltu breytingunni. 18.11.2004 00:01 Olíustjórnendur enn að störfum Þrátt fyrir að olíufélögin Essó, Skeljungur og Olís hafi skipt um eigendur frá því að verðsamráði þeirra lauk í kjölfar húsleitar Samkeppnisstofnunar þá starfa margir stjórnenda enn hjá félögunum sem taldir eru eiga aðild að samráðinu. 18.11.2004 00:01 Afskipti utan verksviðs ráðherra Björn Bjarnason dómsmálaráðherra ætlar ekki að hlutast til um rannsókn efnahagsbrotadeildar ríkislögreglustjóra á þætti einstaklinga í verðsamráði olíufélaganna. Þetta kom í svari hans við fyrirspurn Jóhönnu Sigurðardóttur á Alþingi í fyrradag. 18.11.2004 00:01 Kennarar ekki á eitt sáttir Laun kennara hækka um 18% að jafnaði á þremur og hálfu ári, samkvæmt nýja samningnum. Það er um 1,5% meira en í miðlunartillögu ríkissáttasemjara, sem var kolfelld. Svívirða, segir sumir kennarar og hafa strax ákveðið að hafna samningnum. Aðrir eru óvissir og segjast frekar vilja slæman samning en ennþá verri úrskurð gerðardóms. 18.11.2004 00:01 Ætla að kæra „andlátsfregn Foreldrar á Akureyri hyggjast kæra kennara vegna auglýsingar þeirra um andlát skólastefnu Brekkuskóla, sem birt var í sjónvarpsdagskrá þar í bæ. Andlátsfregnina undirrituðu kennarar í Brekkuskóla. 18.11.2004 00:01 Ekki rætt um olíubrennslu Nemendum í meistaranámi í umhverfisfræði finnst lítið gert úr þeirri staðreynd að rafskautaverksmiðja á Grundartanga brennir sextíu tonnum af olíu á dag samkvæmt upphaflegu umhverfismati. Forsvarsmenn verksmiðjunnar ætla að draga meira en helming úr framleiðslunni vegna aðstæðna á markaði. 18.11.2004 00:01 SÞ myndu stofna rannsóknarnefnd Forðast ber hættuleg svæði. Þetta segir Steinar Berg Björnsson um atburðina í Kabúl fyrir nokkru. Hann hefur að líkindum meiri reynslu en nokkur annar Íslendingur af friðargæslu og segir að Sameinuðu þjóðirnar myndu stofna rannsóknarnefnd til að kanna hvað hafi gerst. 18.11.2004 00:01 Fái greitt búsetugjald mánaðarlega Nefnd á vegum Byggðastofnunar leggur til að íbúar í Árneshreppi fái mánaðarlega greitt sérstakt búsetugjald. Rafmagn verði niðurgreitt og sérstökum aflaheimildum úthlutað til hreppsins sem verður svo deilt á milli útgerðarmanna á svæðinu. 18.11.2004 00:01 Var vel tekið Það munaði minnstu að Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir yrði troðin undir, þegar hún heimsótti leikskólann Hof, í dag. Ráðherrann lét sér það vel líka. 18.11.2004 00:01 Vill hreindýr vestur Skotveiðifélag Íslands vill að hreindýrastofninum á Austurlandi verði skipt í tvennt og hluti hreindýranna fluttur á Vestfirði eða í Barðastrandarsýslu. 18.11.2004 00:01 Fresta samræmdum prófum Samræmdum prófum 4. og 7. bekkja grunnskólanna hefur verið frestað fram í febrúar vegna verkfalls kennara. Prófa átti í íslensku og stærðfræði dagana 14. og 15. október. 18.11.2004 00:01 Velja samning eða gerðardóm "Kennarar fara yfir samninginn í skugga þess að hafa fengið lög á kjaradeiluna," segir Ólafur Loftsson formaður Kennarafélags Reykjavíkur. 18.11.2004 00:01 Kennarar greiða samninginn sjálfir Kennarar íhuga hvernig þeir geta tjáð óánægju sína með nýjan kjarasamning án þess að fella hann og hann fari í gerðardóm, segir Hilmar Ingólfsson, skólastjóri Hofstaðaskóla í Garðabæ. Hann segir að litið sé á samninginn sem nauðungarsamning. 18.11.2004 00:01 Fjöldi árangurslausra fjárnáma Fjöldi árangurslausra fjárnáma hjá einstaklingum á árunum 2001 til 15. október 2004 var 17.336 Skipt milli kynja voru þau 12.508 hjá körlum, um 72 prósent af heildinni, en hjá konum 4.828 eða um 28 prósent. 18.11.2004 00:01 Gefur tóninn fyrir aðra Kjarasamningi kennara er fagnað hvarvetna í atvinnulífinu, það sé stöðugleiki í sjálfu sér að friður skapist um starf svo stórs launahóps. Verðbólgumarkmið Seðlabankans er þegar í hættu og margir telja að samningurinn bæti ekki úr skák. </font /></b /> 18.11.2004 00:01 Menn eiga að hlýða lögum Lög eiga að ganga jafnt yfir alla og allir eiga hlýða lögum, hvort sem um olíufursta eða kennara er að ræða. Verkfall kennara er bannað. Kennarar eiga að koma til vinnu. Annars gilda viðurlög samkvæmt lögum. </font /></b /> 17.11.2004 00:01 Áfellisdómur yfir ráðakonum Eftirvænting ríkti meðal foreldra og nemenda í Austurbæjarskólanum í Reykjavík í gærmorgun þegar foreldrar komu með sex, sjö og átta ára börn í skólann. Börnin biðu í ofvæni við hurðina að stofunni og foreldrar settust niður í fatahenginu og ræddu hljóðlega ástandið í skólamálunum. Margir höfðu hringt fyrr um morguninn til að kanna hvort kennsla færi fram, aðrir renndu blint í sjóinn og bara mættu. </font /></b /> 17.11.2004 00:01 Fundað fram yfir miðnætti Samningafundur kennara og sveitarstjórnarmanna hjá Ríkissáttasemjara, sem hófst klukkan tíu í gærmorgun, stóð fram yfir miðnætti. Eiríkur Jónsson formaður Kennarasambandsins sagðist í viðtali við Fréttastofuna í morgun, hvorki vera bjartsýnn né svartsýnn á að samkomulag næðist fyrir helgi, en þá taka ákvæði laga um gerðardóm, gildi. 17.11.2004 00:01 40 árekstrar í dag Að minnsta kosti fjörutíu árkestrar urðu á höfuðborgarsvæðinu eftir að snjóa tók í gær. Flestir voru þeir minniháttar og ekki er vitað til þess að neinn hafi slasast í þeim. Snjóruðningstæki voru á þönum langt fram á kvöld og byrjuðu aftur snemma í morgun. Með morgninum fór að hvessa á höfuðborgarsvæðinu þannig að kóf verður í vindhviðum. 17.11.2004 00:01 Undrast lausagöngu Scott Ramsays Sú ákvörðun Sýslumannsins í Keflavík að krefjast ekki gæsluvarðhalds yfir Scott Ramsay sem játaði að hafa banað dönskum liðsforingja um síðustu helgi hefur vakið mikla athygli. Rannsóknarlögreglumenn á höfuðborgarsvæðinu sem DV hefur rætt við segja það algert einsdæmi að maður sem gerst hefur sekur um slíka árás gangi laus strax að henni lokinni. 17.11.2004 00:01 Seltirningar fá 350 milljónir Tekjur Seltjarnarnesbæjar vegna sölu lands og bygginga á Hrólfskálamel og Suðurströnd verða 350 milljónum króna samkvæmt fjárhagsáætlun bæjarins fyrir næsta ár. Tekjur aðalsjóðs sveitarfélagsins og stofnana þess eru áætlaðar 1.432 milljónir króna en gjöldin 1.254 milljónir. Hagnaðurinn er því áætlaður 177 milljónir króna. 17.11.2004 00:01 Átök út af áburði í Árbæjarlaug Fastagestir í morgunsundi í Árbæjarlauginni eru að yfirliði komnir út af áburði sem einn gestanna ber á sig í búningsklefanum. Gesturinn telur áburðinn allra meina bót en eigandi Áburðarverksmiðjunnar í Gufunesi þolir ekki lyktina og sparkaði í gestinn með hinn illa lyktandi áburð. 17.11.2004 00:01 Varnarliðið fer ekki Colin Powell, fráfarandi utanríkisráðherra Bandaríkjanna, gaf það sterklega til kynna á hálftíma fundi með Davíð Oddssyni utanríkisráðherra í Wasington í gær, að ekki kæmi til greina að að flytja allt varnarliðið héðan. Davíð sagði að fundurinn hafi verið góður og að framvinda mála væri komin í ákveðinn farveg. 17.11.2004 00:01 Aðhaldsaðgerðir framundan? Sérfræðingar Greiningardeild Landsbankans túlka þá ákvörðun Seðlabankans að birta fimm mánaða gamla skýrslu fyrst núna, að bankinn sé að búa menn undir kröftugar aðhaldsaðgerðir í peningamálum á næstu misserum. 17.11.2004 00:01 Ný stöð hjá Atlantsolíu Valgerður Sverrisdóttir viðskiptaráðherra ætlar að taka fyrstu skóflustungu að nýri bensínstöð Atlantsolíu við Sprengisand í Reykjavík í dag. Þetta verður fyrsta bensínstöð félagsins í Reykjavík og sú fyrsta af sex nýjum stöðvum, sem félagið ætlar að reisa víða um land á næstu misserum. 17.11.2004 00:01 Sjá næstu 50 fréttir
Sérhæfð í málefnum innflytjenda Landsbanki Íslands og Alþjóðahúsið hafa gert með sér samstarfssamning um menntun starfsfólks bankans í málefnum innflytjenda á Íslandi. Tólf starfsmenn úr jafnmörgum útibúum Landsbankans, víðsvegar að af landinu sitja þessa dagana á námskeiði og sérhæfa sig í málefnum innflytjenda. 18.11.2004 00:01
Dæmdur fyrir umboðssvik Jón Ragnarsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri og stjórnarformaður Lykilhótela, var í Héraðsdómi Reykjavíkur, dæmdur í fjögurra mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir umboðssvik. En hann tók 37 milljóna króna lán í nafni félagsins hjá Framkvæmdasjóði Íslands. 18.11.2004 00:01
Krefst afsökunar vegna auglýsingar Friðbjörn Möller, faðir grunnskólabarna á Akureyri, krefst þess að kennarar við Brekkuskóla biðjist formlega afsökunar á auglýsingu sem þeir settu í Dagskrána, rits sem dreift er í hús. Auglýsingin ber yfirskriftina Andlátsfregn, en í henni er gefið í skyn að með lagasetningu á verkfall kennara hafi skólastefna, ánægðir kennarar og góður skóli beðið bana. 18.11.2004 00:01
600 milljóna tekjuaukning Jóhanna Sigurðardóttir alþingismaður telur að tekjur ríkisins af virðisaukaskatti á eldsneyti hafi aukist um um það bil sexhundruð milljónir vegna ólögmæts samráðs olíufélaganna. Nauðsynlegt sé að framkvæmd verði úttekt á því hvað mikið af því sem hún kallar ránsfeng olíufélaganna rann í ríkissjóð. 18.11.2004 00:01
Flutti inn fíkniefni í vösunum Tæplega fertugur maður hefur verið ákærður fyrir innflutning á tæpu kílói af kókaíni og tæpu kílói af amfetamíni. Hann var handtekinn á Keflavíkurflugvelli þegar hann var að koma hingað til lands í maí. 18.11.2004 00:01
Stakk mann fjórum sinnum Tveir menn, nítján og tuttugu ára, hafa verið ákærðir, annar fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás, fyrir framan Broadway í Ármúla í september í fyrra. Annar mannanna stakk þolandann fjórum sinnum með hnífi víðs vegar um líkamann. Aðalmeðferð í málinu var í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. 18.11.2004 00:01
Verðið var lækkað segir Hjörleifur Hjörleifur Jakobsson, forstjóri Olíufélagsins, segir það rangt að Esso standi ekki við áður gefin fyrirheit um að láta útsöluverð á bensíni hérlendis fylgja verðþróun í heiminum. Félagið hafi þannig lækkað verð sl. fimmtudag. 18.11.2004 00:01
Mestur hagvöxtur á Íslandi Mestum hagvexti á Norðurlöndunum er spáð á Íslandi næsta ár samkvæmt nýútkominni skýrslu norrænu efnahagsnefndarinnar. Nefndin spáir 5,5 prósenta hagvexti hér á landi á þessu ári og 4,9 prósenta hagvexti árið 2005. Heldur minni hagvexti er spáð á hinum Norðurlöndunum. 18.11.2004 00:01
Ráðinn í forsætisráðuneytið Steingrímur Ólafsson hefur verið ráðinn upplýsingafulltrúi í forsætisráðuneytinu. Steingrímur nam fjölmiðlafræði við blaðamannaháskólann í Osló og hefur starfað um árabil við blaða- og fréttamennsku. Hann hefur að undanförnu starfað sem kynningarstjóri Fróða. 18.11.2004 00:01
Steingrímur í forsætisráðuneytið Steingrímur Sævarr Ólafsson hefur verið ráðinn upplýsingafulltrúi í forsætisráðuneytinu. Starfið er nýtt og undir það fellur meðal annars umsjón með heimasíðu ráðuneytisins, upplýsingagjöf af ýmsu tagi og afgreiðsla fyrirspurna og skýrslubeiðna. 18.11.2004 00:01
Lítið traust á leiðtogum Tveir af hverjum þremur Íslendingum telja að stjórnmálaleiðtogar láti undan þrýstingi þeirra sem hafa meiri völd en þeir sjálfir og góður meirihluti landsmanna telur að viðskiptaleiðtogar hafi of mikil völd og ábyrgð. Næstum þrír af hverjum tíu telja íslenska viðskiptaleiðtoga óheiðarlega og tveir af hverjum tíu segja það sama um stjórnmálaleiðtoga. 18.11.2004 00:01
Ónýt eftir nauðhemlun Gríðarlegur hvellur varð til þess að flugmenn á breiðþotu Atlanta-flugfélagsins hættu við flugtak í Sameinuðu arabísku furstadæmunum, á dögunum. Mikinn reyk lagði frá vélinni þegar flugmennirnir nauðhemluðu og beygðu svo út af flugbrautinni. 18.11.2004 00:01
Samræmdum prófum frestað Menntamálaráðherra hefur ákveðið að samræmdum prófum í fjórða og sjöunda bekk verði frestað fram í febrúarbyrjun vegna verkfallsins. 18.11.2004 00:01
BHM harmar lagasetninguna Bandalag háskólamanna harmar að Alþingi hafi bundið enda á verkfall grunnskólakennara með lagasetningu. 18.11.2004 00:01
Uppsagnir á Ólafsfirði Stjórnendur sveitarfélaganna leita ráða dyrum og dyngjum til að mæta 30 prósenta kostnaðarauka sem samningur kennara hefur í för með sér. Víða verður niðurskurður í þjónustu. Á Ólafsfirði verða uppsagnir starfsmanna. </font /></b /> 18.11.2004 00:01
Ráðherra sagður sniðganga þing Kolbrún Halldórsdóttir, vinstri-grænum gagnrýndi menntamálaráðherra harkalega á Alþingi í gær fyrir að hafa átt hlut að stofnun Íþróttaakademíu í Reykjanesbæ án þess að hafa svo mikið sem kynnt málið á þingi 18.11.2004 00:01
Varaformaður veldur írafári Sjálfstæðismaðurinn Einar Oddur Kristjánsson, varaformaður fjárlaganefndar, olli talsverðu írafári á Alþingi í gær þegar hann lýsti því yfir að nýundirritaðir samningar kennarasambandsins og sveitarfélaganna væru skelfilegir, eins og hann orðaði það. 18.11.2004 00:01
Skelfileg mistök? Sveitarstjórnarmenn hafa gert skelfileg mistök með samningum sínum við kennara, segir Einar Oddur Kristjánsson varaformaður fjárlaganefndar Alþingis. Ríkisstjórnin hafi verið búin að draga þá í land með því að setja deiluna í gerðardóm en þeir hafi sjálfviljugir kosið að fara sér að voða. 18.11.2004 00:01
Kosið um sameiningu á morgun Kosið verður um sameiningu hreppanna sunnan Skarðsheiðar á morgun. Það verður í fyrsta sinn sem íbúum sveitarfélaganna gefst kostur á að kjósa um sameininguna en sameiningarviðræður hafa verið uppi á borðinu í um það bil fimmtán ár. 18.11.2004 00:01
Hafnir við Faxaflóa sameinaðar Fjórar hafnir á Faxaflóasvæðinu hafa verið sameinaðar í einu sameignarfélagi, Faxaflóahafnir. Samningur um þetta var undirritaður í gær. 18.11.2004 00:01
Mótmæli ítrekuð á Seltjarnarnesi Áhugahópur um betri byggð á Seltjarnarnesi hefur mótmælt samþykkt meirihluta bæjarstjórnar Seltjarnarness um breytingu á aðalskipulagi bæjarins. Telur hópurinn að hún gangi þvert gegn vilja 1.100 Seltirninga sem mótmæltu breytingunni. 18.11.2004 00:01
Olíustjórnendur enn að störfum Þrátt fyrir að olíufélögin Essó, Skeljungur og Olís hafi skipt um eigendur frá því að verðsamráði þeirra lauk í kjölfar húsleitar Samkeppnisstofnunar þá starfa margir stjórnenda enn hjá félögunum sem taldir eru eiga aðild að samráðinu. 18.11.2004 00:01
Afskipti utan verksviðs ráðherra Björn Bjarnason dómsmálaráðherra ætlar ekki að hlutast til um rannsókn efnahagsbrotadeildar ríkislögreglustjóra á þætti einstaklinga í verðsamráði olíufélaganna. Þetta kom í svari hans við fyrirspurn Jóhönnu Sigurðardóttur á Alþingi í fyrradag. 18.11.2004 00:01
Kennarar ekki á eitt sáttir Laun kennara hækka um 18% að jafnaði á þremur og hálfu ári, samkvæmt nýja samningnum. Það er um 1,5% meira en í miðlunartillögu ríkissáttasemjara, sem var kolfelld. Svívirða, segir sumir kennarar og hafa strax ákveðið að hafna samningnum. Aðrir eru óvissir og segjast frekar vilja slæman samning en ennþá verri úrskurð gerðardóms. 18.11.2004 00:01
Ætla að kæra „andlátsfregn Foreldrar á Akureyri hyggjast kæra kennara vegna auglýsingar þeirra um andlát skólastefnu Brekkuskóla, sem birt var í sjónvarpsdagskrá þar í bæ. Andlátsfregnina undirrituðu kennarar í Brekkuskóla. 18.11.2004 00:01
Ekki rætt um olíubrennslu Nemendum í meistaranámi í umhverfisfræði finnst lítið gert úr þeirri staðreynd að rafskautaverksmiðja á Grundartanga brennir sextíu tonnum af olíu á dag samkvæmt upphaflegu umhverfismati. Forsvarsmenn verksmiðjunnar ætla að draga meira en helming úr framleiðslunni vegna aðstæðna á markaði. 18.11.2004 00:01
SÞ myndu stofna rannsóknarnefnd Forðast ber hættuleg svæði. Þetta segir Steinar Berg Björnsson um atburðina í Kabúl fyrir nokkru. Hann hefur að líkindum meiri reynslu en nokkur annar Íslendingur af friðargæslu og segir að Sameinuðu þjóðirnar myndu stofna rannsóknarnefnd til að kanna hvað hafi gerst. 18.11.2004 00:01
Fái greitt búsetugjald mánaðarlega Nefnd á vegum Byggðastofnunar leggur til að íbúar í Árneshreppi fái mánaðarlega greitt sérstakt búsetugjald. Rafmagn verði niðurgreitt og sérstökum aflaheimildum úthlutað til hreppsins sem verður svo deilt á milli útgerðarmanna á svæðinu. 18.11.2004 00:01
Var vel tekið Það munaði minnstu að Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir yrði troðin undir, þegar hún heimsótti leikskólann Hof, í dag. Ráðherrann lét sér það vel líka. 18.11.2004 00:01
Vill hreindýr vestur Skotveiðifélag Íslands vill að hreindýrastofninum á Austurlandi verði skipt í tvennt og hluti hreindýranna fluttur á Vestfirði eða í Barðastrandarsýslu. 18.11.2004 00:01
Fresta samræmdum prófum Samræmdum prófum 4. og 7. bekkja grunnskólanna hefur verið frestað fram í febrúar vegna verkfalls kennara. Prófa átti í íslensku og stærðfræði dagana 14. og 15. október. 18.11.2004 00:01
Velja samning eða gerðardóm "Kennarar fara yfir samninginn í skugga þess að hafa fengið lög á kjaradeiluna," segir Ólafur Loftsson formaður Kennarafélags Reykjavíkur. 18.11.2004 00:01
Kennarar greiða samninginn sjálfir Kennarar íhuga hvernig þeir geta tjáð óánægju sína með nýjan kjarasamning án þess að fella hann og hann fari í gerðardóm, segir Hilmar Ingólfsson, skólastjóri Hofstaðaskóla í Garðabæ. Hann segir að litið sé á samninginn sem nauðungarsamning. 18.11.2004 00:01
Fjöldi árangurslausra fjárnáma Fjöldi árangurslausra fjárnáma hjá einstaklingum á árunum 2001 til 15. október 2004 var 17.336 Skipt milli kynja voru þau 12.508 hjá körlum, um 72 prósent af heildinni, en hjá konum 4.828 eða um 28 prósent. 18.11.2004 00:01
Gefur tóninn fyrir aðra Kjarasamningi kennara er fagnað hvarvetna í atvinnulífinu, það sé stöðugleiki í sjálfu sér að friður skapist um starf svo stórs launahóps. Verðbólgumarkmið Seðlabankans er þegar í hættu og margir telja að samningurinn bæti ekki úr skák. </font /></b /> 18.11.2004 00:01
Menn eiga að hlýða lögum Lög eiga að ganga jafnt yfir alla og allir eiga hlýða lögum, hvort sem um olíufursta eða kennara er að ræða. Verkfall kennara er bannað. Kennarar eiga að koma til vinnu. Annars gilda viðurlög samkvæmt lögum. </font /></b /> 17.11.2004 00:01
Áfellisdómur yfir ráðakonum Eftirvænting ríkti meðal foreldra og nemenda í Austurbæjarskólanum í Reykjavík í gærmorgun þegar foreldrar komu með sex, sjö og átta ára börn í skólann. Börnin biðu í ofvæni við hurðina að stofunni og foreldrar settust niður í fatahenginu og ræddu hljóðlega ástandið í skólamálunum. Margir höfðu hringt fyrr um morguninn til að kanna hvort kennsla færi fram, aðrir renndu blint í sjóinn og bara mættu. </font /></b /> 17.11.2004 00:01
Fundað fram yfir miðnætti Samningafundur kennara og sveitarstjórnarmanna hjá Ríkissáttasemjara, sem hófst klukkan tíu í gærmorgun, stóð fram yfir miðnætti. Eiríkur Jónsson formaður Kennarasambandsins sagðist í viðtali við Fréttastofuna í morgun, hvorki vera bjartsýnn né svartsýnn á að samkomulag næðist fyrir helgi, en þá taka ákvæði laga um gerðardóm, gildi. 17.11.2004 00:01
40 árekstrar í dag Að minnsta kosti fjörutíu árkestrar urðu á höfuðborgarsvæðinu eftir að snjóa tók í gær. Flestir voru þeir minniháttar og ekki er vitað til þess að neinn hafi slasast í þeim. Snjóruðningstæki voru á þönum langt fram á kvöld og byrjuðu aftur snemma í morgun. Með morgninum fór að hvessa á höfuðborgarsvæðinu þannig að kóf verður í vindhviðum. 17.11.2004 00:01
Undrast lausagöngu Scott Ramsays Sú ákvörðun Sýslumannsins í Keflavík að krefjast ekki gæsluvarðhalds yfir Scott Ramsay sem játaði að hafa banað dönskum liðsforingja um síðustu helgi hefur vakið mikla athygli. Rannsóknarlögreglumenn á höfuðborgarsvæðinu sem DV hefur rætt við segja það algert einsdæmi að maður sem gerst hefur sekur um slíka árás gangi laus strax að henni lokinni. 17.11.2004 00:01
Seltirningar fá 350 milljónir Tekjur Seltjarnarnesbæjar vegna sölu lands og bygginga á Hrólfskálamel og Suðurströnd verða 350 milljónum króna samkvæmt fjárhagsáætlun bæjarins fyrir næsta ár. Tekjur aðalsjóðs sveitarfélagsins og stofnana þess eru áætlaðar 1.432 milljónir króna en gjöldin 1.254 milljónir. Hagnaðurinn er því áætlaður 177 milljónir króna. 17.11.2004 00:01
Átök út af áburði í Árbæjarlaug Fastagestir í morgunsundi í Árbæjarlauginni eru að yfirliði komnir út af áburði sem einn gestanna ber á sig í búningsklefanum. Gesturinn telur áburðinn allra meina bót en eigandi Áburðarverksmiðjunnar í Gufunesi þolir ekki lyktina og sparkaði í gestinn með hinn illa lyktandi áburð. 17.11.2004 00:01
Varnarliðið fer ekki Colin Powell, fráfarandi utanríkisráðherra Bandaríkjanna, gaf það sterklega til kynna á hálftíma fundi með Davíð Oddssyni utanríkisráðherra í Wasington í gær, að ekki kæmi til greina að að flytja allt varnarliðið héðan. Davíð sagði að fundurinn hafi verið góður og að framvinda mála væri komin í ákveðinn farveg. 17.11.2004 00:01
Aðhaldsaðgerðir framundan? Sérfræðingar Greiningardeild Landsbankans túlka þá ákvörðun Seðlabankans að birta fimm mánaða gamla skýrslu fyrst núna, að bankinn sé að búa menn undir kröftugar aðhaldsaðgerðir í peningamálum á næstu misserum. 17.11.2004 00:01
Ný stöð hjá Atlantsolíu Valgerður Sverrisdóttir viðskiptaráðherra ætlar að taka fyrstu skóflustungu að nýri bensínstöð Atlantsolíu við Sprengisand í Reykjavík í dag. Þetta verður fyrsta bensínstöð félagsins í Reykjavík og sú fyrsta af sex nýjum stöðvum, sem félagið ætlar að reisa víða um land á næstu misserum. 17.11.2004 00:01