Innlent

Mestur hagvöxtur á Íslandi

Mestum hagvexti á Norðurlöndunum er spáð á Íslandi næsta ár samkvæmt nýútkominni skýrslu norrænu efnahagsnefndarinnar. Nefndin spáir 5,5 prósenta hagvexti hér á landi á þessu ári og 4,9 prósenta hagvexti árið 2005. Heldur minni hagvexti er spáð á hinum Norðurlöndunum. Spáin tekur mið af þjóðhagsspá fjármálaeftirlitsins en einhverjir viðskiptabankanna eru jafnvel enn bjartsýnni. Krónan stendur sterk um þessar mundir og er það talið merki um sterkt efnahagslíf. Um sjö ár eru frá því til að mynda að við höfum fengið jafn marga dollara fyrir krónur og nú. Dollarinn kostar nú rúmar 66 krónur. Þetta þýðir hagstætt innkaupsverð á vörum frá Bandaríkjunum, og reyndar víðar því krónan stendur einnig sterk gagnvart öðrum myntum. Á sama tíma fá útflytjendur íslenskir lægra verð fyrir sínar vörur.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×