Kennarar greiða samninginn sjálfir 18. nóvember 2004 00:01 Kennarar íhuga hvernig þeir geta tjáð óánægju sína með nýjan kjarasamning án þess að fella hann og hann fari í gerðardóm, segir Hilmar Ingólfsson, skólastjóri Hofstaðaskóla í Garðabæ. Hann segir að litið sé á samninginn sem nauðungarsamning. Hilmar gagnrýnir umtal um rúmlega tveggja tuga launahækkanir kennara. Þeir greiði að hluta hækkunina sjálfir. Samkvæmt útreikningum heimildarmanns Fréttablaðsins hækka grunnlaun meðalkennara sem ekki nýtur sérstakra ívilnana um 20 prósent á samningstímanum. Kjósi meðalkennarinn óbreyttan vinnutíma fær hann tvo tíma í yfirvinnu og launin hækka um tæp 28 prósent. Reiknað er út frá að kennarinn fái meðaltal úr launapotti sem skólastjórar úthluta. Hilmar segir stærsta hluta 9,27 prósenta launahækkunarinnar sem taka eigi gildi 1. ágúst 2005, eða 7,5 prósent, þegar hluta af launum kennara. Hækkunin verði því einungis 1,77 prósent að meðaltali. Skýrist það af því að launin verði hækkuð um þrjá launaflokka sem skólastjórar höfðu til umráða. Misjafnt sé hve marga flokka kennararnir höfðu en að meðaltali hafi kennarar haft tvo og hálfan flokk. Umskiptin séu því ekki mikil. Hilmar segir launaflokka kennara hafa verið frá einum og allt að sjö flokkum. Þeir sem mest hafi geti lækkað í launum: "Það er þó bót í máli að skólastjórar hafa einn flokk á hvert stöðugildi til að deila út til kennara." Eiríkur Jónsson, formaður Kennarasambands Íslands, segir að með því að tryggja kennurum þrjá launaflokka í föstum launum séu hagsmunir meirihluta kennara tryggðir. Samningarnir tryggi því fólki flokkana til framtíðar. Skólastjórar geti með nýjum samningi veitt 20 prósentum kennara fjóra launaflokka. Þeir stjórni því hvort launin lækki eður ei. Eftir því sem blaðið kemst næst eru 85 prósent kennara með þrjá flokka eða minna. Enginn kennari í Reykjavík hafi haft sjö flokka. Einungis á þriðja tug þeirra hafi verið með fimm eða fleiri flokka og um 180 fjóra. Fréttir Innlent Kennaraverkfall Mest lesið Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Innlent Kínverjar menga mest en standa sig samt best Erlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Erlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Sjá meira
Kennarar íhuga hvernig þeir geta tjáð óánægju sína með nýjan kjarasamning án þess að fella hann og hann fari í gerðardóm, segir Hilmar Ingólfsson, skólastjóri Hofstaðaskóla í Garðabæ. Hann segir að litið sé á samninginn sem nauðungarsamning. Hilmar gagnrýnir umtal um rúmlega tveggja tuga launahækkanir kennara. Þeir greiði að hluta hækkunina sjálfir. Samkvæmt útreikningum heimildarmanns Fréttablaðsins hækka grunnlaun meðalkennara sem ekki nýtur sérstakra ívilnana um 20 prósent á samningstímanum. Kjósi meðalkennarinn óbreyttan vinnutíma fær hann tvo tíma í yfirvinnu og launin hækka um tæp 28 prósent. Reiknað er út frá að kennarinn fái meðaltal úr launapotti sem skólastjórar úthluta. Hilmar segir stærsta hluta 9,27 prósenta launahækkunarinnar sem taka eigi gildi 1. ágúst 2005, eða 7,5 prósent, þegar hluta af launum kennara. Hækkunin verði því einungis 1,77 prósent að meðaltali. Skýrist það af því að launin verði hækkuð um þrjá launaflokka sem skólastjórar höfðu til umráða. Misjafnt sé hve marga flokka kennararnir höfðu en að meðaltali hafi kennarar haft tvo og hálfan flokk. Umskiptin séu því ekki mikil. Hilmar segir launaflokka kennara hafa verið frá einum og allt að sjö flokkum. Þeir sem mest hafi geti lækkað í launum: "Það er þó bót í máli að skólastjórar hafa einn flokk á hvert stöðugildi til að deila út til kennara." Eiríkur Jónsson, formaður Kennarasambands Íslands, segir að með því að tryggja kennurum þrjá launaflokka í föstum launum séu hagsmunir meirihluta kennara tryggðir. Samningarnir tryggi því fólki flokkana til framtíðar. Skólastjórar geti með nýjum samningi veitt 20 prósentum kennara fjóra launaflokka. Þeir stjórni því hvort launin lækki eður ei. Eftir því sem blaðið kemst næst eru 85 prósent kennara með þrjá flokka eða minna. Enginn kennari í Reykjavík hafi haft sjö flokka. Einungis á þriðja tug þeirra hafi verið með fimm eða fleiri flokka og um 180 fjóra.
Fréttir Innlent Kennaraverkfall Mest lesið Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Innlent Kínverjar menga mest en standa sig samt best Erlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Erlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Sjá meira