Innlent

Ætla að kæra „andlátsfregn

Foreldrar á Akureyri hyggjast kæra kennara vegna auglýsingar þeirra um andlát skólastefnu Brekkuskóla, sem birt var í sjónvarpsdagskrá þar í bæ. Andlátsfregnina undirrituðu kennarar í Brekkuskóla. Yfir auglýsingunni er kross og í henni segir: „Andlátsfregn. Okkar ástkæra skólastefna, Ánægðir kennarar-góður skóli andaðist laugardaginn 13. nóvember síðastliðinn, í Alþingishúsinu við Austurvöll. Og undir þessu stendur Kennarar í brekkuskóla." Skólastjóri Brekkuskóla hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem segir að skólinn, sem stofnun hafi hafi ekki átt aðild að auglýsingunni, en biðjist afsökunar fyrir sína hönd. Foreldrafélag Brekkuskóla hefur einnig birt yfirlýsingu og krafist afsökunarbeiðni frá kennurum. Friðbjörn Möller, á börn í Brekkuskóla og á sæti bæði í Foreldraráði og Foreldrafélagi skólans. Hann segir foreldra vera öskureiða og ekki bara foreldra, því að reiðin sé víðar en í þeirra röðum. Vel komi til greina að hann kæri þá vanrækslu sem átt hafi sér stað í verkfallinu til lögreglu. Friðbjörn hefur gefið þeim sem að suglýsingunni stóðu frest fram til næsta mánudags að biðjast opinberlega afsökunar. Ella verði málið kært til lögreglu og óskað eftir rannsókn á hverjir gerðu þetta.


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×