Innlent

600 milljóna tekjuaukning

Jóhanna Sigurðardóttir alþingismaður telur að tekjur ríkisins af virðisaukaskatti á eldsneyti hafi aukist um um það bil sexhundruð milljónir vegna ólögmæts samráðs olíufélaganna. Nauðsynlegt sé að framkvæmd verði úttekt á því hvað mikið af því sem hún kallar ránsfeng olíufélaganna rann í ríkissjóð. Í þjóðfélaginu sé kallað eftir því að olíufélögin skili ránsfengnum til baka og að komið verði í veg fyrir að olíufélögin láti almenning standa straum af sektargreiðslum sínum í hærra verði á vöru og þjónustu olíufélaganna. Sömu kröfu verði að gera til ríkisvaldsins. Jóhanna var málshefjandi í umræðu utandagskrá um þetta mál á Alþingi í dag. Umræðan stendur enn yfir en meðal þeirra sem tekið hafa til máls er Steingrímur J. Sigfússon formaður Vinstri grænna. Hann efast um að hægt sé að tala um mikinn gróða ríkissjóðs af hinum ólögmæta samráði olíufélaganna, þótt tekjur af virðisaukaskatti kynnu að hafa aukist hafi kostnaður á öðrum sviðum gert það líka. Í það minnsta væri þar um inn og útstreymi úr sameiginlegum sjóði. Eðlilegt væri þó að ræða þessi grafalvarlegu mál frá öllum hliðum á Alþingi.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×