Innlent

Dæmdur fyrir umboðssvik

Jón Ragnarsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri og stjórnarformaður Lykilhótela, var í Héraðsdómi Reykjavíkur, dæmdur í fjögurra mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir umboðssvik. En hann tók 37 milljóna króna lán í nafni félagsins hjá Framkvæmdasjóði Íslands. Hann ásamt öðrum stjórnarmanni batt Hótel Valhöll og eigur þess í ábyrgð fyrir láni sem var ótengt starfsemi þess. Skuldabréfið var einnig tryggt með veðrétti í fasteign í eigu Lykilhótela í Hveragerði. Andvirði skuldabréfsins var notað til að greiða upp gjaldfallnar skuldir.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×