Innlent

Verðið var lækkað segir Hjörleifur

Hjörleifur Jakobsson, forstjóri Olíufélagsins, segir það rangt að Esso standi ekki við áður gefin fyrirheit um að láta útsöluverð á bensíni hérlendis fylgja verðþróun í heiminum. Félagið hafi þannig lækkað verð sl. fimmtudag. Félagið hafi síðan aftur endurskoðað verð síðasta mánudag en þá hafi ekki verið tilefni til neinna breytinga og sú tilkynning verið sett inn á heimasíðu félagsins. Hann segir að félagið mun aftur taka ákvörðun um verð næstkomandi mánudag og kannski fyrr sé ástæða til þess.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×