Kennarar ekki á eitt sáttir 18. nóvember 2004 00:01 Laun kennara hækka um 18% að jafnaði á þremur og hálfu ári, samkvæmt nýja samningnum. Það er um 1,5% meira en í miðlunartillögu ríkissáttasemjara, sem var kolfelld. Svívirða, segir sumir kennarar og hafa strax ákveðið að hafna samningnum. Aðrir eru óvissir og segjast frekar vilja slæman samning en ennþá verri úrskurð gerðardóms. Hann gildir til út maí 2008. Kennarar fá 130 þúsund króna eingreiðslu strax, og 75 þúsund krónur 1. júlí á næsta ári. Fyrstu tvö launaþrepin falla niður strax, svo yngstu kennararnir fá þar með meiri hækkun en aðrir. Hann gildir til út maí 2008. Þá munu kennarar hækka um 5,5% frá 1. október, 3% frá 1. janúar og 1. ágúst hækka laun þeirra um 9,27%. Á þessum tímapunkti hætta skólastjórar að hafa heimild til að hækka suma kennara um allt að þrjá launaflokka. Það var metið til 8,2% hækkunar. Í staðinn geta skólastjórar hækkað laun um 6500 krónur á mánuði. Þessa hækkun upp á 9,27% metur forysta kennara á 3%. Svo hækka laun í janúar á hverju ári um rúm tvö prósent. Þá er það kennsluskyldan. Hún er nú 28 kennslustundir á viku, en lækkar í 27 stundir næsta haust, og svo 26 stundir ári seinna. Tíminn sem kennarar fá til undirbúnings kennslu eykst á móti, En kennarar eiga rétt á því að kenna áfram 28 stundir, og fá það greitt sem yfirvinnu. Víst er að samningurinn breytir mismiklu fyrir kennara. Kennaraforystan segir að laun hækki að jafnaði um 18%, sem er aðeins meira en í miðlunartillögu ríkissáttasemjara. Inn í reikninginn spilar svo aldur, kennsluferill og staða. Sveitarfélögin segja kostnaðaraukann í kringum 30%. Kennarar í Austurbæjarskóla voru að byrja að kynna sér samninginn í dag. Þeir voru ósáttir með að verið væri að bjóða kennurum nánast það sama og þeim hefði verið boðið í samningi sem þeir höfnuðu. Sumir þeirra sögðust ekki ætla að samþykkja þann samning sem nú lægi á borðinu. Fréttir Innlent Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Erlent Tekist á um Evrópumálin Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent Fleiri fréttir Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Sjá meira
Laun kennara hækka um 18% að jafnaði á þremur og hálfu ári, samkvæmt nýja samningnum. Það er um 1,5% meira en í miðlunartillögu ríkissáttasemjara, sem var kolfelld. Svívirða, segir sumir kennarar og hafa strax ákveðið að hafna samningnum. Aðrir eru óvissir og segjast frekar vilja slæman samning en ennþá verri úrskurð gerðardóms. Hann gildir til út maí 2008. Kennarar fá 130 þúsund króna eingreiðslu strax, og 75 þúsund krónur 1. júlí á næsta ári. Fyrstu tvö launaþrepin falla niður strax, svo yngstu kennararnir fá þar með meiri hækkun en aðrir. Hann gildir til út maí 2008. Þá munu kennarar hækka um 5,5% frá 1. október, 3% frá 1. janúar og 1. ágúst hækka laun þeirra um 9,27%. Á þessum tímapunkti hætta skólastjórar að hafa heimild til að hækka suma kennara um allt að þrjá launaflokka. Það var metið til 8,2% hækkunar. Í staðinn geta skólastjórar hækkað laun um 6500 krónur á mánuði. Þessa hækkun upp á 9,27% metur forysta kennara á 3%. Svo hækka laun í janúar á hverju ári um rúm tvö prósent. Þá er það kennsluskyldan. Hún er nú 28 kennslustundir á viku, en lækkar í 27 stundir næsta haust, og svo 26 stundir ári seinna. Tíminn sem kennarar fá til undirbúnings kennslu eykst á móti, En kennarar eiga rétt á því að kenna áfram 28 stundir, og fá það greitt sem yfirvinnu. Víst er að samningurinn breytir mismiklu fyrir kennara. Kennaraforystan segir að laun hækki að jafnaði um 18%, sem er aðeins meira en í miðlunartillögu ríkissáttasemjara. Inn í reikninginn spilar svo aldur, kennsluferill og staða. Sveitarfélögin segja kostnaðaraukann í kringum 30%. Kennarar í Austurbæjarskóla voru að byrja að kynna sér samninginn í dag. Þeir voru ósáttir með að verið væri að bjóða kennurum nánast það sama og þeim hefði verið boðið í samningi sem þeir höfnuðu. Sumir þeirra sögðust ekki ætla að samþykkja þann samning sem nú lægi á borðinu.
Fréttir Innlent Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Erlent Tekist á um Evrópumálin Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent Fleiri fréttir Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Sjá meira