Innlent

Velja samning eða gerðardóm

"Kennarar fara yfir samninginn í skugga þess að hafa fengið lög á kjaradeiluna," segir Ólafur Loftsson formaður Kennarafélags Reykjavíkur. Tilfinningarnar séu blendnar þar sem ræða þurfi samninginn eftir að troðið hafi verið á samningsrétti kennara. Trúnaðarmenn þeirra funduðu í Gerðubergi í gær. "Þetta var fyrsta kynning á samningnum og menn eru enn að skoða kosti og galla hans annars vegar og hins vegar kosti og galla þess að fara fyrir gerðardóm," segir Ólafur. Það sé erfitt að bera samninginn saman við hugsanlega niðurstöðu dómsins. Halldór Björgvin Ívarsson, grunnskólakennari í Varmárskóla í Mosfellsbæ, hefur sagt upp störfum. Hann segir að næstu skref verði að skoða samninginn vandlega. "Ef þessi samningur gefur mér það sem ég get sætt mig vil ég halda minni vinnu," segir Halldór. Hann segist vera mjög ánægður í starfi. Erfitt sé að ganga út sækja um annað starf. Komist hann að þeirri niðurstöðu að hann geti ekki sætt sig við samninginn ætli hann ekki að taka þátt í atkvæðagreiðslunni.


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×