Fái greitt búsetugjald mánaðarlega 18. nóvember 2004 00:01 Nefnd á vegum Byggðastofnunar leggur til að íbúar í Árneshreppi fái mánaðarlega greitt sérstakt búsetugjald. Rafmagn verði niðurgreitt og sérstökum aflaheimildum úthlutað til hreppsins sem verður svo deilt á milli útgerðarmanna á svæðinu. Nefndinni var ætlað árið 2003 að gera tillögur um verndun búsetu og mannlífs í Árnesi á Ströndum en þar búa um fimmtíu og sex einstaklingar. Valgerður Sverrisdóttir iðnaðarráðherra fól Byggðastofnun að skipa nefndina sem átti að skila af sér í vor. Forsætisráðherra gerði grein fyrir tillögum nefndarinnar í fyrirspurnartíma á Alþingi í gær. Lagt er til að strax verði teknar upp sérstakar búsetugreiðslur til þeirra sem búi í Árneshreppi. Greiðslan eigi að nema sextíu prósentum af persónuafslætti sem greiðist mánaðarlega til allra einstaklinga sextán ára og eldri. Þá eru tillögur um niðurgreitt rafmagn sem einnig nái til sumarhúsaeigenda. Þá leggur nefndin til að Sjávarútvegsráðuneytið úthluti aflaheimildum til hreppsins sem hreppsnefndin úthluti til útgerðarmanna á svæðinu. Þá vill nefndin einnig að unnið verði að sértækum markaðsaðgerðum með sauðfjárafurðir úr Árneshreppi. Og síðast en ekki síst að komið verði upp fullkominni aðstöðu til fjarnáms í Finnbogastaðaskóla með myndfundabúnaði og tengingu við háhraðanet framhaldsskólana til að nota við kennslu í grunnskólanum og fræðslu til almennings. Halldór Ásgrímsson, forsætisráðherra, segir sumt í tillögunum umdeilanlegt en leggur til að lögð verði áhersla á vegaumbætur og fjarnám. Hann segir að tillögur sem varði grundvallarbreytingar á skattalögum þurfi mun meiri umræðu og umhugsun. Eins sérstaka úthlutun á fiskveiðiheimildum, til viðbótar við þær sérreglur sem settar hafi verið um þau mál. Hann segist hafa dregið það fram að þau atriði ættu ekki að þurfa að tefja fyrir þessu máli að öðru leyti. Fréttir Innlent Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Erlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent Tekist á um Evrópumálin Innlent Fleiri fréttir Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Sjá meira
Nefnd á vegum Byggðastofnunar leggur til að íbúar í Árneshreppi fái mánaðarlega greitt sérstakt búsetugjald. Rafmagn verði niðurgreitt og sérstökum aflaheimildum úthlutað til hreppsins sem verður svo deilt á milli útgerðarmanna á svæðinu. Nefndinni var ætlað árið 2003 að gera tillögur um verndun búsetu og mannlífs í Árnesi á Ströndum en þar búa um fimmtíu og sex einstaklingar. Valgerður Sverrisdóttir iðnaðarráðherra fól Byggðastofnun að skipa nefndina sem átti að skila af sér í vor. Forsætisráðherra gerði grein fyrir tillögum nefndarinnar í fyrirspurnartíma á Alþingi í gær. Lagt er til að strax verði teknar upp sérstakar búsetugreiðslur til þeirra sem búi í Árneshreppi. Greiðslan eigi að nema sextíu prósentum af persónuafslætti sem greiðist mánaðarlega til allra einstaklinga sextán ára og eldri. Þá eru tillögur um niðurgreitt rafmagn sem einnig nái til sumarhúsaeigenda. Þá leggur nefndin til að Sjávarútvegsráðuneytið úthluti aflaheimildum til hreppsins sem hreppsnefndin úthluti til útgerðarmanna á svæðinu. Þá vill nefndin einnig að unnið verði að sértækum markaðsaðgerðum með sauðfjárafurðir úr Árneshreppi. Og síðast en ekki síst að komið verði upp fullkominni aðstöðu til fjarnáms í Finnbogastaðaskóla með myndfundabúnaði og tengingu við háhraðanet framhaldsskólana til að nota við kennslu í grunnskólanum og fræðslu til almennings. Halldór Ásgrímsson, forsætisráðherra, segir sumt í tillögunum umdeilanlegt en leggur til að lögð verði áhersla á vegaumbætur og fjarnám. Hann segir að tillögur sem varði grundvallarbreytingar á skattalögum þurfi mun meiri umræðu og umhugsun. Eins sérstaka úthlutun á fiskveiðiheimildum, til viðbótar við þær sérreglur sem settar hafi verið um þau mál. Hann segist hafa dregið það fram að þau atriði ættu ekki að þurfa að tefja fyrir þessu máli að öðru leyti.
Fréttir Innlent Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Erlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent Tekist á um Evrópumálin Innlent Fleiri fréttir Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Sjá meira