Innlent

Hafnir við Faxaflóa sameinaðar

Fjórar hafnir á Faxaflóasvæðinu hafa verið sameinaðar í einu sameignarfélagi, Faxaflóahafnir. Samningur um þetta var undirritaður í gær. Reykjavíkurborg á stærstan hlut í félaginu eða 75 prósent. Félagið mun sjá um rekstur Reykjavíkurhafnar, Akraneshafnar, Grundartangahafnar og Borgarneshafnar.  Gísli Gíslason, bæjarstjóri á Akranesi, segir að sameiningin muni efla mjög þróun í kringum stóriðju Grundartanga. Hún geti líka haft áhrif á þróun samgangna milli Vesturlands og Reykjavíkur og þá muni aukin verkaskipting stuðla að betri nýtingu lands.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×