Innlent

Fjöldi árangurslausra fjárnáma

Fjöldi árangurslausra fjárnáma hjá einstaklingum á árunum 2001 til 15. október 2004 var 17.336 Skipt milli kynja voru þau 12.508 hjá körlum, um 72 prósent af heildinni, en hjá konum 4.828 eða um 28 prósent. Þetta kom fram í svari Björns Bjarnasonar dómsmálaráðherra við fyrirspurn Jóhönnu Sigurðardóttur alþingismanns um árangurslaus fjárnám. Ríkissjóður var stærsti kröfuhafi þessara fjárhæða en kröfur hans námu 22 milljörðum á þessa einstaklinga. Næstir komu bankar og aðrar lánastofnanir með tæpa 11 milljarða. Þar á eftir komu svo aðrir einkaaðilar og aðrir opinberir aðilar. Í svarinu kemur fram að Íbúðalánasjóður var einungis kröfuhafi hjá einum aðila af tæplega 4.600 kröfuþolum. "Það er áhyggjuefni, að á milli áranna 2001 og miðað við það sem áætla má út frá árangurslausum fjárnámum á yfirstandandi ári, að heildarfjárhæðir krafna á einstaklinga tvöfaldist á þessu tímabili," sagði Jóhanna Sigurðardóttir, "en í heild námu árangurslaus fjárnám hjá fyrirtækjum og einstaklingum á tæpum 4 árum rúmlega 61 milljarði króna."



Fleiri fréttir

Sjá meira


×