Innlent

Seltirningar fá 350 milljónir

Tekjur Seltjarnarnesbæjar vegna sölu lands og bygginga á Hrólfskálamel og Suðurströnd verða 350 milljónum króna samkvæmt fjárhagsáætlun bæjarins fyrir næsta ár. Tekjur aðalsjóðs sveitarfélagsins og stofnana þess eru áætlaðar 1.432 milljónir króna en gjöldin 1.254 milljónir. Hagnaðurinn er því áætlaður 177 milljónir króna. Útsvarsprósentan á Seltjarnarnesi er og verður 12,46%. Í mörgum öðrum sveitarfélögum, meðal annars í Reykjavík frá og með næsta ári, er útsvarið 13,03% -- sem er leyfilegt hámark.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×