Innlent

Fundað fram yfir miðnætti

Samningafundur kennara og sveitarstjórnarmanna hjá Ríkissáttasemjara, sem hófst klukkan tíu í gærmorgun, stóð fram yfir miðnætti. Eiríkur Jónsson formaður Kennarasambandsins sagðist í viðtali við Fréttastofuna í morgun, hvorki vera bjartsýnn né svartsýnn á að samkomulag næðist fyrir helgi, en þá taka ákvæði laga um gerðardóm, gildi. Nýr samningafundur hófst klukkan níu. Skólahald á Suðvesturlandi virðist vera með eðlilegum hætti eftir ákvörðun stjórna kennarafélaga og trúnaðarmanna grunnskólakennara á svæðinu síðdegis í gær. Jafnframt ákvörðun um að mæta í dag, settu þeir fram kröfu um 130 þúsund króna eingreiðslu, 5,5 prósenta launahækkun strax, óskert sumarlaun og óskerta annaruppbót.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×