Innlent

Vill hreindýr vestur

Skotveiðifélag Íslands vill að hreindýrastofninum á Austurlandi verði skipt í tvennt og hluti hreindýranna fluttur á Vestfirði eða í Barðastrandarsýslu. Sigmar B. Hauksson, formaður félagsins, segir í pistli á heimasíðu félagsins að það sé öryggisatriði að skipta stofninum. Samkvæmt núgildandi reglum um búfjársjúkdóma verði að aflífa öll hreindýr sem fari út af varnarsvæðinu á Austurlandi. Hann segir nauðsynlegt að endurskoða þessar reglur því ef upp komi sú staða að fjöldi dýra fari út af varnarsvæðinu eða fái sjúkdóm sé stofninn í mikilli hættu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×