Fleiri fréttir

Leigubílstjóri slóst við farþega

Leigubílstjóri á Sauðárkróki hefur kært tvítugan viðskiptavin fyrir líkamsrárás. Sjálfur segist pilturinn, sem var ofurölvi, íhuga að leggja fram kæru á hendur bílstjóranum fyrir það sama.

Kári kynbætir íslenska hesta

Heimur íslenskrar hestamennsku titrar vegna frétta um að Kári Stefánsson sé kominn á fullt í sportið. Hefur Kári þegar keypt upp nokkrar af ættstærstu hryssum landsins og stefnir í áður óþekktar kynbætur á íslenska hestinum með sérfræðiþekkingu sína í erfðafræði að vopni. Nánar í DV í dag.

Tvö ný nöfn á lista ársins

Alþjóðleg nefnd velur nöfn og viðheldur listum yfir heiti fellibylja í Atlantshafi. Svipað fyrirkomulag er haft víða um heim til að halda utan um nöfn fellibylja. Hætt er að nota nöfn mikilla skaðræðisbylja og ný valin í staðinn. Á eftir Ívani kemur til dæmis Jóna.

Léleg mæting

Einungis um tuttugu foreldrar mættu á Austurvöll í hádeginu til þess að mótmæla fyrirhuguðu verkfalli grunnskólakennara. Anna María Proppé, framkvæmdastjóra Heimilis og skóla, segir þessa litlu þátttöku vera vonbrigði, en vonast til að fleiri taki þátt í samskonar mótmælum

Áskorun nemenda í Hafnarfirði

Hópur nemenda í Hvaleyrarskóla í Hafnarfirði hefur hafið undirskriftasöfnun meðal nemenda í unglingadeildum gunnskóla Hafnarfjarðar, þar sem skorað er á samninganefndir grunnskólakennara og sambands sveitarfélaga að ná samkomulagi, svo koma megi í veg fyrir kennaraverkfall.

Umsögn Hæstaréttar afhent

Dómsmálaráðherra verður afhent í dag umsögn Hæstaréttar á hæfi og hæfni umsækjenda um embætti hæstaréttardómara, að sögn Þorsteinn A. Jónssonar, skrifstofustjóra réttarins. Sjö sóttu um stöðu hæstaréttardómara, í stað Péturs Kr. Hafstein, sem lætur af embætti um næstu mánaðamót, en umsóknarfrestur rann út í lok síðasta mánaðar.

Íslandsbanki selur í Straumi

Íslandsbanki seldi í dag rúmlega 8% hlut í fjárfestingarbankanum Straumi, en alls voru seldar 333 milljónir á nafnvirði, eða sem nemur um 2,8 milljörðum króna. Hlutirnir voru annars vegar seldir félagi í eigu Kristins Björnssonar og fleiri fjárfesta, fyrir 233 milljónir á nafnvirði.

Yfirtaka hjá Baugi?

Baugur Group heur ásamt fleirum lýst áhuga á yfirtöku Big Food Group. Baugi hefur verið veitt aðgangur að bókhaldi félagsins og ef um semst gæti kaupverðið numið nálægt 94 milljörðum króna.

Öryggi breska þingsins í rusli

Svo virðist sem enginn fylgist almennilega með á breska þinginu, því í annað skipti í þessari viku komst óboðinn gestur þangað inn og hefði hæglega getað skapað stórhættu. Sem betur fer var þarna á ferðinni blaðamaður dagblaðsins SUN, sem vildi kanna hversu góð eða slök gæslan væri.

Nemendur mótmæla verkfalli

Nokkrir nemendur í Hvaleyrarskóla í Hafnarfirði efna til setuverkfalls í Karphúsinu á sunnudagskvöld til að þrýsta á um lausn kennaradeilunnar. Við sama tækifæri verða afhentir undirskriftalistar nemenda í unglingadeildum sem hvetja til sátta.   

Hæstiréttur skilar umsögnum

Hæstiréttur hefur skilað umsögnum um umsækjendur um stöðu Hæstaréttardómara til dómsmálaráðuneytis. Fréttastofan fékk ekki að vita með hverjum Hæstiréttur mælti í stöðuna en ráðuneytið ber fyrir sig upplýsingalög og segist ekki bera skylda til að láta upplýsingarnar af hendi.

Íslandsbanki selur í Straumi

Íslandsbanki seldi hlut sinn í fjárfestingarbankanum Straumi. Kaupendur voru Kristinn Björnsson stjórnarformaður Straums og fjölskylda og Magnús Kristinsson útgerðarmaður í Vestmannaeyjum.

Bankar geta hækkað gjöld

Bönkunum er í sjálfsvald sett hvort þeir hækka gjald af lántakendum sem kjósa að greiða upp íbúðalán áður en lánstíma lýkur.

Osturinn afhjúpaður

Nýtt leiktæki, sem heitir Osturinn, var afhjúpað við Rimaskóla, í dag. Hönnuður tækisins er ellefu ára nemandi, við Skólann Hönnuðir eru á öllum aldri.

Rangar upplýsingar segir Halldór

Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra telur að þær þjóðir sem studdu innrásina í Írak hafi ekki fengið réttar upplýsingar um ástandið í landinu. Hann vill þó ekki taka svo djúpt í árinni að hinar staðföstu þjóðir hafi verið blekktar til að styðja innrásina.  

Klukkutími frá Vesturbæ í Árbæ

Það getur tekið nærri því klukkutíma að komast úr vesturbænum, uppfyrir Elliðaár, vegna framkvæmdanna á Hringbraut. Búast má við umferðartöfum á þessari leið fram í miðjan október á næsta ári.

Ólíklegt að samningar náist

"Það er ekki alveg að sjá að menn nái saman," segir Ásmundur Stefánsson ríkissáttasemjari um kjaradeilu kennara og sveitarfélaga. Verkfallsstjórn kennara hefur verið kölluð til starfa.

Viðbygging á koppinn

<font size="2">A</font>ftur er kominn skriður á undirbúning að viðbyggingu við Menntaskólann á Egilsstöðum, að því er fram kemur á vef Austur-Héraðs. Skipað hefur verið í nýja byggingarnefnd, en málið sigldi í strand síðasta vetur þegar upp kom ágreiningur milli heimasveitarfélaga Menntaskólans og ríkisins um skiptingu kostnaðar.

Þetta er ekki deila ríkisins

Forsætisráðherra segir ekki koma til greina að ríkið hlaupi undir bagga með sveitarfélögum til að mæta kröfum kennara. "Þetta er ekki okkar deila," segir Halldór Ásgrímsson.

Gunnlaugur nýtur trausts ráðherra

Menntamálaráðherra segist bera fyllsta traust til formanns útvarpsráðs og segist trúa því að hann hafi ekki komið nálægt kaupum Símans í Skjá einum. Ráðherra segir það ekki skarast að formaðurinn gegni einnig trúnaðarstörfum í viðskiptalífinu og komi þannig að slíkum viðskiptum.

Ætandi klórgas á Kársnesið

Fyrirtækið Mjöll-Frigg hefur sótt um starfsleyfi fyrir klórgasframleiðslu fyrirtækisins í Vesturvör í Kópavogi. Ekki er talin mikil hætta á slysi við framleiðsluna, en á hinn bóginn gætu afleiðingar slíks óhapps orðið miklar. Baðströndin í Nauthólsvík og Kársnesskóli er í innan við kílómetra fjarlægð frá fyrirhugðu framleiðslustæði.

Ekkert svigrúm til launahækkana

Sveitarfélögin hafa einfaldlega ekki svigrúm til að greiða 30 til 35 prósenta hækkun á launakostnaði kennara, segir Guðmundur Ingi Gunnlaugsson, sveitarstjóri Rangárþings ytra. "Í því felst ekki neinn dómur um hvort það er réttlát lausn fyrir kennara eða ekki," segir Guðmundur.

Sorphirðugjöld hækka um þriðjung

Sorphirðugjöld eiga samkvæmt landsáætlun að endurspegla raunkostnað við sorphirðuna. Nefnd borgarinnar leggur til hækkun og um leið afslátt til fólks sem sættir sig við stopulli sorphirðu.

Fá úrræði fyrir börn

"Mér finnst útlitið ekki bjart," segir Erla Hermannsdóttir, starfsmaður Barnaheilla og móðir tveggja stúlkna á grunnskólaaldri. "Ég hræðist að ef verður af verkfalli kennara þá verði það langt," segir Erla.

Mótmæltu kennaraverkfalli

Fámennur hópur mótmælti því að börnum verði úthýst úr grunnskólum landsins verði af verkfalli kennara. Anna María Proppé, framkvæmdastjóri Heimili og skóla - landssamtaka foreldra, segir börn eiga lagalegan rétt til að ganga í skóla.

Kanadískir sjóliðar á Íslandi

Sjö fyrrverandi sjóliðar, úr kanadíska flotanum, sem var bjargað úr sjávarháska, fyrir 60 árum, heimsóttu höfuðstöðvar Landhelgisgæslunnar í dag. Tundurspillir sjóliðanna fórst í Viðey í aftakaveðri árið 1944.

Eldri nemendur bíða enn

Enn er óljóst hvort tekst að útvega öllum sem vilja, pláss í framhaldsskólum. Menntamálaráðherra segir enn ekki ljóst hversu margir bíða eftir skólaplássi, sem er það sama og hún sagði í síðasta mánuði.

Stórhýsi og verslunarmiðstöð

Framkvæmdir við 4.800 fermetra verslunarmiðstöð og tvö tíu hæða fjölbýlishús eru að hefjast á Akranesi. Byggingarnar munu rísa á svokölluðum Miðbæjarreit við Stillholt og var fyrsta skóflustungan tekin í fyrradag. Þá voru einnig undirritaðir samningar milli Akraneskaupstaðar og Skagatorgs, sem er eigandi lóðarinnar, um framkvæmdirnar.

Myndi valda óþarfa þenslu

Mjög óskynsamlegt væri hjá ríkinu að ráðast í framkvæmdir við Sundabraut á næsta ári að sögn Tryggva Þórs Herbertssonar, forstöðumanns Hagfræðistofnunar Háskólans.

Undrast vinnubrögð tollayfirvalda

Móðir sextán ára gamallar stúlku undrast mjög vinnubrögð tollayfirvalda í Leifsstöð. Stúlkan, sem var að koma með flugi frá Stansted-flugvelli í London á miðvikudagskvöldið, gleymdi svörtum Adidas-bakpoka með verðmætum í á færibandinu í tollinum. Þegar stúlkan uppgötvaði það og hugðist nálgast bakpokann, hafði hann verið afhentur óviðkomandi.

Játar að hafa framið vopnað rán

Tæplega þrítugur maður játaði að hafa rænt Landsbankann við Gullinbrú með öxi að vopni 21. maí síðastliðinn, þegar málið var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í vikunni. Maðurinn hefur setið í gæsluvarðhaldi frá því í maí vegna almannahagsmuna en hefur verið í lausagæslu síðan rannsókn málsins lauk.

Áfram í gæsluvarðhaldi

Tæplega fertugur maður hefur verið úrskurðaður, í áframhaldandi gæsluvarðhald en hann var tekinn með eitt kíló af amfetamíni og eitt kíló af kókaíni á Keflavíkurflugvelli í lok maí.

Mikið af LSD fannst í pósti

Maður um þrítugt var handtekinn í gær í tengslum við mikið magn af LSD sem fannst í póstsendingu frá Hollandi. Hörður Jóhannesson, yfirlögregluþjónn í Reykjavík, vill ekki gefa upp um hversu mikið magn hafi verið að ræða, en segir það hafa verið mjög mikið.

Hass fannst í þvagi barna

Hassefni fundust í þvagi tveggja tólf ára barna á Akureyri. Gunnar Gíslason, deildarstjóri skóladeildar Akureyrarbæjar, segir að ekki sé vitað til þess að áður hafi slík efni fundist í þvagi svo ungra barna í bænum.

Eiríkur og Stefán Már hæfastir

Tveir umsækjendur, þeir Eiríkur Tómasson og Stefán Már Stefánsson, eru sagðir hæfastir í starf hæstaréttardómara að mati Hæstaréttar samkvæmt heimildum Fréttablaðsins og að því er fram kom í fréttum Ríkisútvarpsins í gær.

Forsendur kjarasamninga að bresta

Verðbólgan er stöðugt yfir verðbólgumarkmiðum Seðlabankans. Verkalýðsforystan útilokar ekki uppsögn samninga. Formaður Starfsgreinasambandsins hefur þungar áhyggjur af samningamálum kennara. </font /></b />

Hættuleg fjárplógsstarfsemi

"Þetta er gagnslaus en hættuleg fjárplógsstarfsemi af verstu tegund," segir landlæknir um "orkunámskeið" sem haldið er hér á landi nú um helgina. Það eru tveir Bretar sem halda námskeiðið, Lynda og Stephen Kane. Þau selja einnig ráðleggingar og orkuegg. </font /></b />

Lögreglukærur ganga á víxl

Lögmaður Hundaræktarinnar í Dalsmynni fór í gær fram á lögreglurannsókn á meintum brotum gegn búinu og eigendum þess. Lengi hefur staðið styr um búið, meðal annars vegna stærðar þess. Er svo komið að kærur til lögreglu eru farnar að ganga á víxl.

Hefði viljað sjá margt öðruvísi

Halldór Ásgrímsson, forsætisráðherra segist ekki hafa skipt um skoðun varðandi lögmæti Íraksstríðsins þrátt fyrir að Kofi Annan, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, hafi kveðið upp úr um að stríðið hafi verið ólögmætt. Hann segir fortíðina hins vegar ekki skipta máli lengur og hvetur menn að horfa til framtíðar varðandi Írak.

Þjóðleikhúsráð mælir með sex

Þjóðleikhúsráð mælir með sex umsækjendum um starf þjóðleikhússtjóra en ráðinu ber, lögum samkvæmt, að veita menntamálaráðherra umsögn um umsækjendur. Þeir sem koma til greina að mati ráðsins eru: Árni Ibsen, Hafliði Arngrímsson, Kjartan Ragnarsson, Kristín Jóhannesdóttir, Tinna Gunnlaugsdóttir og Þórhildur Þorleifsdóttir.

Krakar í skólann án kennara

Ari Edwald, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífisins, segir að grunnskólabörn ættu að geta gengið í skóla þrátt fyrir verkfall kennara. Eiríkur Jónsson, formaður Kennarasambands Íslands, segir orð Ara ætluð til að verja láglaunastefnu sem sé Samtökunum í hag.

Styrkur að hafa Davíð með

Halldór Ásgrímsson, nýr forsætisráðherra, segir það styrk fyrir ríkisstjórnina að hafa Davíð Oddsson innanborðs. Hann segir skattalækkanir, einkavæðingu og varnarmál mikilvægustu málefnin en ekkert liggi á nýju fjölmiðlafrumvarpi. </font /></b />

Næstminnsta fylgi forystuflokks

Aðeins eitt dæmi er um að forystuflokkur í ríkisstjórn hafi haft jafn lítið fylgi og Framsóknarflokkurinn hefur nú þegar hann tekur við forystu í ríkisstjórn. B-listi Framsóknarflokksins fékk 17,7% í síðustu kosningunum vorið 2003. Sami flokkur var í stjórnarforystu 1978 með 16.9% á bakvið sig.

Nýjar aðferðir við greiningu riðu

Yfirdýralæknisembættið tekur í næsta mánuði upp nýjar aðferðir í baráttunni við sauðfjárriðu. Beitt verður nýrri aðferð við sýnatöku í sláturhúsi og sýnin send fyrst í stað til útlanda til frekari greiningar. Á næsta ári er svo vonast til að sinna megi greiningunni hér heima líka.

Sjá næstu 50 fréttir