Fleiri fréttir

Fundur um rjúpuna í kvöld

Skotveiðifélag Íslands stendur fyrir fundi um rjúpuna í Norræna húsinu í kvöld klukkan átta. Dr. Ólafur K. Nielsen mun þar kynna nýja skýrslu Náttúrufræðistofnunar og Ólafur Karvel Pálsson fiskifræðingur leggur ítarspurningar fyrir Dr. Ólaf.

Veginum lokað vegna skriðufalla

Þjóðveginum á milli Hafnar í Hornafirði og Djúpavogs hefur verið lokað vegna skriðufalla úr Þvottár- og Hvalnesskriðum. Að sögn Vegagerðarmanna eru þetta talsvert miklar skriður og mikill vatnsagi og eðja eru á vettvangi þannig að ekki er hægt að hefjast handa við hreinsun eins og stendur. Enginn bíll varð fyrir skriðunum. Óvíst er hvenær hægt verður að opna veginn í ný.

Ferðamanna leitað á Heklusvæðinu

Björgunarsveitir á Suðurlandi hafa verið kallaður út til að leita að fjórum frönskum ferðamönnum á Heklusvæðinu. Um er að ræða tvenn eldri hjón. Fólkið skráði sig inn á Hótel Rangá síðdegis í gær og hélt svo í leiðangur.

Mótmæli við Þjóðarbókhlöðuna

Stúdentaráð Háskóla Íslands efnir til mótmælastöðu fyrir framan Þjóðarbókhlöðuna klukkan sjö í kvöld. Tilgangurinn er að mótmæla skertum afgreiðslutíma Þjóðarbókhlöðunnar en ekki hefur fengist fé í ár líkt og áður til að greiða kostnað við kvöld- og helgaropnun safnsins.

Tugmilljóna tjón í Freysnesi

Tugmilljóna tjón varð þegar þak fauk af 300 fermetra álmu hótelsins í Freysnesi í Skaftafelli í morgun og lenti á tengibyggingu, annarri álmu og bílum. Engan sakaði í hamförunum. 

Evrópsk samgönguvika hefst

Evrópsk samgönguvika var sett í Ráðhúsi Reykjavíkur í morgun. Hérlendis taka öll sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu þátt í verkefninu auk Ísafjarðarkaupstaðar en alls taka um 350 borgir vítt og breytt um Evrópu virkan þátt í samgönguvikunni.

Málum fjölgar hjá Jafnréttisstofu

Árið 2003 var viðburðaríkt hjá Jafnréttisstofu samkvæmt ársskýrslu stofnunarinnar. Um mitt árið hætti Valgerður H. Bjarnadóttir sem framkvæmdastjóri og við starfinu tók tímabundið Ingibjörg Broddadóttir, deildastjóri í félagsmálaráðuneytinu. Frá og með 1. nóvember var Margrét María Sigurðardóttir ráðin til starfans.

Ferðamennirnir komnir í leitirnar

Frönsku ferðamennirnir fjórir sem leit hófst að á Suðurlandi í morgun eru komnir fram heilir á húfi. Þeir komu inn á Hótel Rangá laust eftir klukkan eitt í dag í fylgd með öðrum erlendum ferðamönnum sem höfðu tekið þá upp í bíla sína og skilað þeim á hótelið, þaðan sem Frakkarnir ætluðu að skreppa í stuttan bíltúr í gær.

Innilokaður en hefur það gott

Trausti Davíð Karlsson, sem situr nú einn í heiminum í bíl sínum, innilokaður á milli aur- og grjótskriða í Vattarnesskriðum á milli Hafnar og Djúpavogs, segist í viðtali við fréttastofuna hafa það gott í einverunni en sé sárlega farinn að sakna kaffisopa.

Albert og Illugi fylgja Davíð

Albert Jónsson, sem verið hefur skrifstofustjóri í forsætisráðuneytinu og sérlegur ráðgjafi Davíðs Oddssonar, einkum í landvörnum, flyst með Davíð í utanríkisráðuneytið og hefur jafnframt verið skipaður sendiherra frá 15. september.

Atlantsolíustöð í Reykjavík?

Atlantsolía mun væntanlega opna bensínstöð í Reykjavík innan tíðar eftir að Borgarráð staðfesti skipulagsbreytingu sem gerir ráð fyrir sjálfsafgreiðslustöð við Sprengisand við Bústaðaveg. Atlantsolía var búin að fá fyrirheit um lóðina ef breytingin yrði staðfest.

Í kappi við veturinn

Starfsmenn verktakafyrirtækisins Arnarfells á Akureyri undirbúa af kappi jarðgangagerð fyrir veturinn.

Í kappi við veturinn

Starfsmenn verktakafyrirtækisins Arnarfells á Akureyri undirbúa af kappi jarðgangagerð fyrir veturinn.

Í kappi við veturinn

Starfsmenn verktakafyrirtækisins Arnarfells á Akureyri undirbúa af kappi jarðgangagerð vegna svokallaðrar Ufsarveitu Kárahnjúkavirkjunar. Markmiðið er að "komast ofan í jörðina" áður en vetur sest að á hálendinu eystra, að því er fram kemur á vefsíðu virkjunarinnar.

Ritstjóraskipti á Fréttablaðinu

Kári Jónasson, fréttastjóri Ríkisútvarpsins - hljóðvarps, hefur verið ráðinn ritstjóri Fréttablaðsins. Kári tekur við af Gunnari Smára Egilssyni 1. nóvember. Gunnar Smári verður áfram útgefandi Fréttar ehf.

Veður olli usla á suðvesturhorninu

Morgunninn var erilsamur hjá lögreglu og björgunarsveitarsveitarmönnum á höfuðborgarsvæðinu. Ekki er vitað til að slys hafi orðið á fólki en veðrið olli talsverðum usla á suðvesturhorninu þótt vindhraðinn væri hvergi nærri eins mikill og á Suðurlandi.

Risatré brotnaði

Risavaxið tré í garði í Efstasundi 6 í Reykjavík bókstaflega kubbaðist í sundur í óveðrinu í fyrrinótt. Ekkert skemmdist þó þegar tréð slengdist til jarðar, en íbúar vöknuðu við skruðninginn.

Kajakmennirnir við hestaheilsu

Kajaksleiðangursmenn Blindrafélagsins, sem bjargað var úr bráðum lífsháska við austurströnd Grænlands í gærkvöldi, eru allir fjórir við hestaheilsu en glötuðu öllum sínum búnaði og farangri í hafið.

Útför Péturs Kristjánssonar

Útför Péturs Kristjánssonar tónlistarmanns var gerð frá Grafarvogskirkju í dag að viðstöddu fjölmenni. Pétur var einn af kunnustu poppsöngvurum landsins og starfaði með fjölda hljómsveita, svo sem Pops, Náttúru, Pelican og Paradís. Hann lést eftir hjartaáfall þann 3. september síðastliðinn, 53 ára að aldri.

60 milljónir í sjúkrakostnað

Frá því reglur EES samningsins um almannatryggingar tóku gildi árið 1994 hefur TR  greitt alls tæplega 80 milljónir króna til tryggingastofnana annarra EES landa vegna sjúkrakostnaðar Íslendinga í þeim löndum

Slysahætta og vegaslit mun aukast

Þegar strandsiglingar leggjast alfarið af hér við land 1. desember næstkomandi mun slit á vegum, slysahætta og losun gróðurhúsalofttegunda aukast til muna. Lagt er til að ríkisstjórnin skipi nefnd til þess að gera ítarlega úttekt á þessum áhrifum og kanna hvernig bregðast megi við þeim.

Mikil eyðilegging í öflugum stormi

Þak fauk af hótelbyggingu í Freysnesi í Öræfum og klæðning flettist af nærliggjandi vegi. Flytja þurfti gesti burt af hótelinu og verður það lokað næstu daga. Björgunarsveitir höfðu í mörgu að snúast í gærmorgun. </font /></b />

Tugmilljóna tjón í Freysnesi

Þakið rifnaði af 300 fermetra byggingu Hótels Skaftafells í Freysnesi í fárviðri í nótt og annað hús á staðnum færðist til á grunninum. Vegna veðurofsans urðu gestir að yfirgefa hótelið í brynvörðum bíl. Tjónið nemur tugum milljóna króna.

Foreldrar grunnskólabarna mótmæla

Foreldrar grunnskólabarna hafa efnt til mótmælastöðu á Austurvelli klukkan tólf á morgun vegna yfirvofandi kennaraverkfalls. Mikil óvissa ríkir hjá foreldrum vegna stöðu mála en fátt bendir til þess að hægt verði að afstýra verkfalli.

Vindhviður á við slæman fellibyl

Verstu óveður á Íslandi slaga upp í smæstu fellibylji sem geisa nær miðbaug jarðar. Einstakar vindhviður ná þó á sumum stöðum hér veðurofsa sem er viðvarandi í allra stærstu fellibyljum. </font /></b />

Sjálfstæðiskonur ósáttar

Sjálfstæðiskonur eru afar vonsviknar yfir því að Sigríður Anna Þórðardóttir umhverfisráðherra hafi valið karlmann sem aðstoðarmann.

Samstaða um sölu borgarfyrirtækja

Lagt er til að Þórólfur Árnason, borgarstjóri Reykjavíkur, feli þriggja manna verkefnisstjórn að móta tillögu að sölu hlutar Reykjavíkurborgar í Vélamiðstöð ehf. og Malbikunarstöðinni Höfða hf. og leggja fyrir borgarráð fyrir árslok.

Sorphirðugjöld hækki um þriðjung

Sorphirðugjöld fólks í Reykjavík sem ekki sættir sig við tunnur séu tæmdar sjaldnar hækka um 30 prósent, nái tillögur nefndar um mótun stefnu í úrgangsmálum fram að ganga. Þeir sem sætta sig við sorphreinsun á hálfsmánaðarfresti geta hins vegar lækkað sorphirðugjöldin um 15 prósent frá því sem nú er. Tillögur nefndarinnar kynntar í borgarráði í gær.

Vilja ekki missa veginn

"Bæjarstjórn Austur-Héraðs mótmælir hugmyndum um lengingu þjóðvegar eitt þannig að hann liggi með fjörðum í stað Breiðdals og Skriðdals," segir í bókun bæjarstjórnar frá því í gær.

Fengu sextíu milljónir

Tryggingastofnun greiddi í fyrra tæplega sextíu milljónir króna vegna sjúkrakostnaðar íslenskra ferðamanna; 29 milljónir vegna ferða í löndum utan Evrópska efnahagssvæðisins, 27 milljónir til landa innan svæðisins og rúma milljón króna til endurgreiðslu á beinum útlögðum kostnaði einstaklinga í EES löndunum.

Forsetinn í útlöndum

Forseti Íslands situr þriðja Rannsóknarþing norðursins sem hófst í gær og lýkur næsta sunnudag í Yellowknife í norðvesturhluta Kanada.

Erfiðleikar í samskiptum

Ekki hefur verið gengið frá samningi milli Bændasamtaka Íslands og sláturleyfishafa að því er segir í Bændablaðinu. Þar kemur fram að ekki hafi verið lokið við að ganga frá samkomulagi um ráðstöfun peninga sem komi inn á nýhafinni sláturtíð og renna eiga til þjónustu og þróunarkostnaðar.

Vírusar hjá bændum

Vírusvarnir bænda mættu vera betri, segir Baldur Óli Sigurðsson, kerfisstjóri hjá Bændasamtökum Íslands. Í umfjöllun Bændablaðsins kemur fram að sérstaklega verði tekið á öryggismálum í á námskeiðinu "Rafrænt bókhald - rafræn samskipti" sem Bændasamtök Íslands halda í samstarfi við búnaðarsamböndin og Upplýsingatækni í dreifbýli.

Slæmt mál fyrir spítala

Ekki verður gripið til sérstakra áætlana fyrir rúmlega 4.500 starfsmenn Landspítala-háskólasjúkrahúss fari kennarar í verkfall. Erna Einarsdóttir, sviðsstjóri starfsmannasviðs spítalans, segir að reynt verði að hliðra til vöktum og vinnutíma fólks eftir þörfum.

Sjö tugir funda án árangurs

Fjölmiðlaumræða hefur haft neikvæð áhrif á kjaraviðræður kennara og sveitarfélaganna. Birgir Björn Sigurjónsson, formaður launanefndar sveitarfélaganna, hefur merkt það á viðræðunum við kennara. Deilendur hafi gert samkomulag við ríkissáttasemjara um að ræða stöðu mála ekki opinberlega.

Viðræður kennara á villigötum

Á 21. öldinni ætti að skoða samningagerð kennara upp á nýtt. Óásættanlegt er fyrir kennara að störf þeirra séu metin í mínútum og klukkustundum. Kennarasamband Íslands ætti að ræða kjaramál sín með öðrum hætti en nú er gert, segir Ragnheiður Ríkharðsdóttir, bæjarstjóri í Mosfellsbæ og fyrrverandi skólastjóri.

Neysla erlendra ferðamanna eykst

Gjaldeyristekjur af erlendum ferðamönnum fyrstu sex mánuði ársins hafa aukist um milljarð frá því á sama tíma í fyrra, samkvæmt upplýsingum frá samgönguráðuneytinu.

Ríkisstofnunum hugsanlega fækkað

Ríkisstjórnin hefur ákveðið að kanna hvort fækka megi ríkisstofnunum. Sett verður á fót sérstök ráðherranefnd fjögurra ráðherra sem skipa einn fulltrúa hver í framkvæmdanefnd undir formennsku fulltrúa fjármálaráðherra.

Sjálfstæðiskonur ósáttar

Sjálfstæðiskonur eru afar vonsviknar yfir því að Sigríður Anna Þórðardóttir umhverfisráðherra hafi valið karlmann sem aðstoðarmann. Sigríður Anna hefur verið ötull talsmaður jafnréttis innan flokksins og hvatamaður fyrir aukinni samvinnu kvenna. Hún hefur lýst því yfir að hún sé ekki ánægð með stöðu kvenna innan flokksins.

Vefur til styrktar atvinnilífinu

Bæjaryfirvöld á Akureyri hafa opnað sérstakan vef sem ætlaður er til þess að laða fyrirtæki norður. Á vefnum, sem nefnist Akureyrarpúlsinn, er samanburður á rekstrarumhverfi fyrirtækja á Akureyri og á höfuðborgarsvæðinu.

Skreiðarhjallar lögðust á hliðina

Nokkurt tjón varð í Vestmannaeyjum í óveðri í fyrrinótt og var erilsamt hjá lögreglunni frá miðnætti til klukkan níu í gærmorgun. Björgunarfélag Vestmannaeyja hjálpuðu lögreglu að festa þakplötur og lausa muni.

Tré fuku upp með rótum

Mikið hvassviðri var á Hvolsvelli og í nágrenni í fyrrinótt og gærmorgun að sögn lögreglu. Nokkur stór tré fuku upp með rótum, gervihnattadiskar skemmdust og þakplötur fuku.

Sjálfbær þróun í samgöngum

Áherslur í samgöngumálum borgarinnar byggja á hugmyndafræði sjálfbærrar þróunar. Þetta sagði Árni Þór Sigurðsson, forseti borgarstjórnar, við setningu Evrópskrar samgönguviku í Ráðhúsi Reykjavíkur í gær.

Óðu ána upp að mitti

Fjórir franskir ferðamenn sem leit var hafin að skiluðu sér til byggða heilir á húfi rétt eftir klukkan tólf í hádeginu í gær.

Atlantsolía fær lóð

Borgarráð staðfesti í gær breytingu á borgarskipulaginu sem gerir ráð fyrir að reist verði sjálfsafgreiðslustöð fyrir bensín og olíu við Bústaðaveg. Atlantsolía hefur þegar fengið fyrirheit um lóðina, sem stendur norðan við veitingastaðinn Sprengisand og austan hesthúsa Fáks á svæðinu.

Sjá næstu 50 fréttir