Innlent

Léleg mæting

Einungis um tuttugu foreldrar mættu á Austurvöll í hádeginu til þess að mótmæla fyrirhuguðu verkfalli grunnskólakennara. Anna María Proppé, framkvæmdastjóra Heimilis og skóla, segir þessa litlu þátttöku vera vonbrigði, en vonast til að fleiri taki þátt í samskonar mótmælum, sem boðuð hafi verið á sama tíma og sama stað á morgun laugardag og á sunnudag. Hún segir skýringuna fyrir lélegri þátttöku ef til vill vera þá, að foreldrar séu uppteknir i vinnu sinni, og að þeir haldi kannski í þá von að kjaradeilan verði leyst fyrir mánudag.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×